Fyrir leikinn í gær fæddist þessi dásemd en vængir eru ekta „gameday“ snarl. Fyrir utan að vera ódýrt hráefni þá renna vængir ljúflega niður yfir leiknum og passa vel á stofuborðið.
Þessir bráðna í munni og sósuna má líka blanda með ediki og olíu til að gera salatdressingu.
Sirka kíló af kjúklingavængjum
Kryddblanda – Hráefni:
2 tsk. gullin sæta
2 tsk. chili duft
1 1/2 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. laukduft
1 tsk. paprikukrydd
1/2 tsk. broddkúmen
1/2 tsk. svartur pipar
2 tsk. salt
1/4 tsk. cayenne pipar
Sósa – Hráefni:
1/2 bolli mæjónes
1/3 bolli „yellow mustard“
1/4 bolli „honey fiber“ síróp
Aðferð:
Skera kjúklingavængina í bita. Hita ofninn í 200°C. Hrista vængi og kryddblöndu saman í skál. Raða á stóran disk eða plötu. Grilla í 45 til 50 mínútur og snúa í hálfleik. Blanda öllum hráefnum saman í sósuna og bera fram fyrir framan sjónvarpið.