Massimiliano Allgeri, fyrrum stjóri Juventus er einn af þeim sem er orðaður við Manchester United. Félagið er í veseni undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
Allegri lét af störfum hjá Juventus í sumar og skoðar næstu skref, hann hefur áhuga á starfi ´Englandi.
Ensk blöð segja frá því í dag að Allegri hafi áhuga á starfinu og vilji þá fá Patrice Evra með sér til félagsins.
Evra spilaði fyrir Allegri hjá Juventus en franski bakvörðurinn átti góða tíma hjá Manchester United, sem leikmaður.
Allegri er einnig nefndur í samhengi við Tottenham en Mauricio Pochettino hefur farið illa af stað með liðið.