Það er stórleikur á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool heimsækir Manchester United.
Um er að ræða tvö sigursælustu lið Englands en United er í krísu og Liverpool hefur ekki unnið deildina í 29 ár.
Liverpool er á toppnum og hefur unnið alla átta leiki sína, United er hins vegar tveimur stigum frá fallsæti.
Meiðsli hafa herjað á leikmenn United en Mirror heldur því fram að hið minnsta þrír snúi aftur, Paul Pogba, Aaron Wan-Bissaka og Luke Shaw koma allir til baka úr meiðslum. Þá er Anthony Martial sagður eiga fínan möguleika á endurkomu.
Hjá Liverpool er svo Alisson Becker klár í slaginn á nýjan leik og er talið að hann standi í markinu.
Enska götublaðið Mirror telur að Martial geti ekki byrjað og að þetta verði byrjunarlið United.