Kevin Glazer, er sagður vera að selja hlut sinn í Manchester United. Þetta fullyrða ensk blöð.
Kevin er einn af sex Glazer systkinum sem á hlut í Manchester United. Faðir þeirra Malcom keypt 90 prósenta hlut í félaginu fyrir 14 árum.
Hann féll síðan frá og börnin fengu öll hlut í félaginu. Kevin eins og önnur börn Malcom á 13 prósent hlut í félaginu.
Hlutur Kevin er í dag metinn á 270 milljónir punda en líklegt er að hann selji hlut sinn á hlutabréfamarkaðnum í New York, þar sem United skráð félag.
Stuðningsmenn Manchester United hafa aldrei þolað Glazer fjölskylduna og kenna henni um slæmt gengi félagsins.