fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Gunnar Smári segir bók Andra Snæs óþarfa og andvana fædda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. október 2019 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég fletti og las í Tímanum og vatninu eftir Andra Snæ út í bókabúð velti ég fyrir mér hvort þessi bók hefði ekki fæðst andvana, að hún kæmi ekki út fimm árum of seint. Við hlið hennar lá í bókabúðinni bók um Gretu Thunberg, sem hefur þegar tekist það sem Andri ætlaði sér með bókinni sinni; að flytja niðurstöður vísindamanna inn í vitund almennings. Þegar það hefur einu sinni verið gert er engin þörf á að gera það aftur: nú getum við hætt að sannfæra hvort annað um vandann og byrjað strax á að tala um lausnir og aðgerðir,“ skrifar Gunnar Smári Egilsson, einn af stofnendum Sósíalistaflokks Íslands, og landsþekktur þjóðfélagsrýnir, í pistli um bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið. Gunnar Smári hefur þó ekki lesið bók Andra Snæs, heldur bara rétt gluggað í hana í bókabúðum.

Gunnar Smári segir enn fremur í pistli sínum um bókina sem hann birtir á Facebook að það rýri verkið enn fremur að það virðist ekki taka mið af stéttaskiptingu: „Af fljótalesti yfir bókina sýnist mér líka að Andri skrifa bókina inn í stéttlausan heim, sem var kannski í lagi fyrir fimm eða tíu árum en virkar í dag á flesta eins og verið sé að ljúga og hylma yfir.“

Líflegar umræður spinnast um þetta á Facebook-síðu Gunnars Smára og er hann meðal annars gagnrýndur fyrir að gefa bók umsögn sem hann hefur ekki lesið. Inga Björk Sveinsdóttir skrifar: „Þú ert ekki búinn að lesa bókina, ég ekki heldur. Er ekki rétt að lesa og rökstyðja? Vonbrigði að sjá svona yfirlætisfullan málflutning.“ – Gunnar svarar: „Ertu að banna mér að koma með bókarbúðargagnrýni? Ef þú aðhyllist ekki þá listgrein skaltu bara sleppa því að lesa. En það á við um nær allar bækur, að dugar að lesa þær út í bókabúð til að ná þeim að mestu. Það eru fáar bækur sem kalla á meiri athygli.“

Sigurður Þór Guðjónsson, þekktur veðuráhugamáður og þjóðfélagsrýnir, skrifar:

„Ég hef lesið bókina og það má margt af henni finna en líka hrósa en ekki er nokkur leið að gera grein fyrir því í athugaemd, en vil þó segja að viðbrögðin við Grétu sýna að niðurstöður vísindamanna hafa náð til fólks með tímanum. Annars hefði Gréta ekki náð þessum viðbrögðum. Jarðvegurinn var pældur, ekki af Grétu og ekki af Andra Snæ heldur látulausm upplýsingum frá visindamönnum, svo að segja daglega úr öllum áttum árum saman. Mönnum má ekki yfisjást það.Svo verður einhver sprnging sm leysist úr læðingi.“

Þórarinn Leifsson, myndlistarmaður og rithöfundur, skrifar:

„Furðuleg pæling. Andri Snær hefði átt að sleppa því að skrifa bókina? Annar hvor listamaður ætti að sleppa því að tjá sig um umhverfismál af því að Greta Thunberg er búin að því nú þegar? Ertu með einhverja nákvæma tölfræði sem hægt er að styðjast við í þessum efnum? 🙂 Annars held ég að þú sért bara að ögra og það er ágætt :)“

Höfundur bókarinnar umræddu, Andri Snær Magnason, blandar sér líka í umræðurnar, og segir eins gott að Gunnar Smári hafi ekki lesið hana. Birtir Andri Snær síðan skjáskot úr kafla þar sem vissulega er vikið að stéttaskiptingu í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?