Samfélagsmiðlastjarnan vinsæla, Sunneva Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason, virðast vera komin í samband. Frá þessu greinir Vísir.
Benedikt er sonur Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur, hönnunarráðgjafa.
Sunneva er líkt og áður segir einn helsti og frægasti áhrifavaldur Íslands. Hún er með hátt í 44 þúsund fylgjendur á Instagram, en þar deilir hún reglulega myndum af sér.
Samkvæmt frétt Vísis kemur fram að Benedikt og Sunneva hafi verið að stinga saman nefjum undanfarnar vikur og séu nú búin að opinbera sambandið fyrir nánum ættingjum og vinum.