Staðurinn í Kringlunni lokar – Noodle Station tekur við
Pylsuunnendur ráku upp stór augu í vikunni þegar að við þeim blasti voldu krossviðarplata þar sem áður var sölugluggi Bæjarins beztu. „Við erum búin að loka þessu útibúi og það var einfaldlega vegna þess að salan olli vonbrigðum,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri Bæjarins beztu í samtali við DV. Hann útilokaði ekki að leiðir Bæjarins beztu og Kringlunnar myndu skarast aftur síðar. „Við munum alltaf hafa áhuga á að reka sölustað í Kringlunni og munum hafa augun opin,“ segir Baldur Ingi.
Eftir lokunina í Kringlunni reka Bæjarins beztu fimm sölustaði. Í Smáralind, Holtagörðum, Skeifunni, Breiddinni og hinn geysivinsæla söluturn á Tryggvagötu sem hefur öðlast sess sem ein helsta „ferðamannaperla“ höfuðborgarsvæðisins.
Baldur Ingi segist ánægður með gengi staðanna og segir að ekki séu fleiri breytingar í vændum. „Það standa yfir breytingar á aðstöðunni okkar í Skeifunni þar sem að Krispy Kreme-staður mun opna við hliðina á okkur. Síðan er byrjað að tala aftur um Sundabraut og þá verður staðsetningin í Holtagörðum frábær,“ segir Baldur Ingi.
Ráðgert að veitingastaðurinn Noodle Station muni hefja rekstur í rýminu.