Þó laxveiðin sé nánast lokið í flestum ám landsins er einn og einn veiðiþjófur ennþá að veiða í ánum án veiðileyfis. Síðasta núna um helgina hafði einn slíkur komið sér fyrir neðan brúna við Bálk við Hrútafjarðará og veiddi þar drykklanga stund. Erfitt var að koma auga á hann sagði heimildamaður því hann faldi sig undir brúnni og lét lítið fyrir sér fara.
Bifreið sína sem var dökk af lit hafi hann lagt við húsið rétt fyrir ofan, beint á móti þar sem skálinn við Brú í Hrútafirði var. Kalt var í veðri og grátt í fjöll og alls ekki líklegt að fiskurinn væri í neinu tökustuði en það var reynt og reynt sagði okkar maður.