fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Vigdís vægast sagt ósátt við fegrunaraðgerðir borgarstjóra – „???“ -Myndir

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 12. október 2019 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir miklar framkvæmdir vegna endurskipulagningar á þremur torgum í Reykjavík undir nafninu „Þingholt, torgin þrjú“, þar sem um 300 milljónum er varið til þess að gera upp Baldurstorg, Freyjutorg, og Óðinstorg, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býr við Óðinstorg.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki par sátt við útkomuna, ef marka má færslu hennar á Smettisskruddunni í dag, þar sem hún ýjar að því að mögulega muni framkvæmdirnar fara fram yfir kostnaðaráætlun og verið sé að gera bíleigendum erfitt fyrir með þrengingum:

„Svona ganga tæplega 300 milljóna (samkvæmt kostnaðaráætlun) fegrunaraðgerðir borgarstjóra fyrir framan heimili hans – búið að taka aðra akgreinina af Týsgötu og breyta í flennibreiðar gangstéttir
Enn er þrengt að fjölskyldubílnum ???

Torginu ætlað nýtt hlutverk

Helsta viðfangsefni hönnunarsamkeppninnar fyrir Óðinstorg var að stuðla að breyttri notkun á torginu frá því sem nú er, en svæðið er að mestu lagt undir bílastæði. Einnig að horfa á lausnir fyrir Óðinsgötu og Týsgötu sem tengir torgið við Skólavörðustíg á sem bestan hátt. Í innsendum tillögum mátti samkvæmt keppnisskilmmálum horfa framhjá ákvæðum gildandi deiliskipulags hvað varðar torg og göturými, samkvæmt vef Reykjavíkurborgar.

Höfundar vinningstillögu um endurgerð Óðinstorgs eru Anna María Bogadóttir, Einar Hlér Einarsson, Hrólfur Karl Cela og Sigríður Sigþórsdóttir, arkitektar hjá Basalt arkitektum.  Í samstarfi við þau voru Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður og Dario Gustavo Nunes Salazar, lýsingarhönnuður hjá Verkís.

Í forsendum hönnunarsamkeppninnar var lagt upp með eftirfarandi markmið:

  • Að efla gæði umhverfisins á allan hátt og að hönnunin endurspegli góðan borgarbrag.
  • Að torgið verði vettvangur fjölbreytts mannlífs.
  • Að torgið verði stolt hverfisins og frábært dvalarsvæði fyrir íbúa.
  • Að torgið styðji við veitinga- og viðburðahald.
  • Áhersla er lögð á gott aðgengi fyrir alla.

Framkvæmdir á Óðinstorgi felast í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar. Verkið er samstarfsverkefni með Veitum ohf sem endurnýja fráveitulagnir, hitaveitu, kalt vatn og raflagnir. Til viðbótar framangreindum torgum hefur einnig verið unnið að lagfæringum/endurbótum á Káratorgi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd