fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

BHM: Ríkisvaldið gjaldfellir framhaldsnám sjúkraþjálfara

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. október 2019 17:15

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„BHM telur að með afnámi menntunarálagsins sé ríkisvaldið í raun að gjaldfella framhaldsnám í faginu og fjarlægja mikilvægan hvata fyrir sjúkraþjálfara til að sækja sér menntun umfram grunnmenntun. Að mati BHM mun þessi breyting vega að möguleikum sjúkraþjálfara með framhaldsmenntun til að fá menntun sína metna til launa. BHM skorar á Sjúkratryggingar Íslands að endurskoða skilamála útboðsins að þessu leyti,“

segir í tilkynningu frá BHM.

Í nýliðnum mánuði auglýstu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) útboð á sjúkraþjálfunarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Það nýmæli er í skilmálum þess útboðs, miðað við fyrri útboð, að nú er gert ráð fyrir að eingöngu verði samið við fyrirtæki sem reka sjúkraþjálfunarstofur. Hingað til hefur stofnunin samið við einstaka sjúkraþjálfara um veitingu þjónustunnar. Fyrirtækjunum er ætlað að semja við einstaka sjúkraþjálfara sem hjá þeim starfa, ýmist sem undirverktakar eða launþegar.

Samningar SÍ við veitendur heilbrigðisþjónustu taka m.a. til verðs á hverja einingu veittrar þjónustu sem nánar er skilgreind í samningi aðila. Samkvæmt eldri samningum fengu sjúkraþjálfarar með meistaragráðu og/eða sérfræðiréttindi í faginu greitt sérstakt álag ofan á umsamið einingarverð.

Í skilmálum þess útboðs sem auglýst var í nýliðnum mánuði er ekki gert ráð fyrir að slíkt „menntunarálag“ verði greitt ofan á einingarverð. Félag sjúkraþjálfara, sem er aðildarfélag BHM, hefur gagnrýnt þetta og fleiri atriði er varða skilmála útboðsins. Meðal annars hefur félagið bent á að með afnámi menntunarálagsins skapist óeðlilegur þrýstingur á fyrirtækin að ráða eingöngu sjúkraþjálfara með grunnmenntun og lágmarks starfsreynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“