Það er heitt undir Marco Silva, knattspyrnustjóra Everton en liðið situr í fallsæti undir hans stjórn.
Forráðamenn Everton ætla að bíða með að gera breytingar á stjóra. Ensk blöð sega að Silva fái þrá leiki til að barga starfinu.
Silva er á sínu öðru tímabili með Everton en félagið vill helst halda í hans hugmyndafræði.
Úrslitin eru hins vegar ekki nógu góð og því fer félagið í breytingar ef ekkert breytist. Everton tekur á móti West Ham um næstu helgi áður en liðið heimsækir Brighton.
Everton mætir svo Watford í deildarbikarnum. Gylfi Þór Sigurðsson er einn af lykilmönnum Silva hjá Everton.