fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fókus

Hjörvar Ingi stundar umdeilda „trophy“-veiði: „Þetta snýst ekkert endilega um það að drepa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. október 2019 10:00

Hjörvar Ingi Hauksson hefur stundað veiði frá barnsaldri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Trophy-veiði“ er afar eldfimt umræðuefni í samfélaginu. Það eru ekki einungis dýraverndunarsinnar og grænkerar sem eru á móti því heldur virðist vera samróma álit í samfélaginu gegn trophy-veiði. Það vakti alþjóðlega athygli þegar bandaríski tannlæknirinn Walter Palmer drap ljónið Cecil árið 2015. Dýraverndunarsinnar, stjórnmálamenn og frægt fólk gagnrýndi Walter harðlega.

Trophy-veiði nýtur mikilla vinsælda þrátt fyrir að vera afar umdeild . Til að fá innsýn inn í hugarheim trophy-veiðimanns ræddi DV við Hjörvar Inga Hauksson.

Hjörvar Ingi hefur búið á Hornafirði allt sitt líf. Frá barnsaldri hefur veitt dýr og segir að veiði sé honum nánast í blóð borin. Hjörvar hefur tvisvar sinnum farið í veiðiferð til Afríku og skotið framandi dýr eins og gíraffa, antilópu og puntsvín.

Undirritaður blaðamaður viðurkennir að skilja ekki þetta „sport“, rétt eins og allar aðrar tegundir af veiði, og reyndi eftir fremsta megni að gæta hlutleysis.

Hjörvar Ingi og gíraffinn sem hann drap í ár. Hann deilir myndum á Instagram-síðu sína @hjorvingi.

Rökstutt með aldri dýranna

Það virðist vera einróma álit innan samfélagsins að trophy-veiði sé almennt „siðferðislega röng“. Hvernig svarar þú því?

„Ef ég ætti að svara fyrir þetta þá myndi ég fyrst koma inn á það að það er ekki verið að drepa ungdýr, eða veiða. Það eru felld gömul dýr. Ég til dæmis skaut antilópu í sumar sem þurfti að fella. Ef ég hefði ekki gert það þá hefði bóndinn sjálfur þurft að fella hana og það hefði verið mínus fyrir hann upp á 600 þúsund krónur. Hún var felld á þeim grundvelli að hún var búin að drepa hjá bóndanum þrjá unga tarfa. Hún var komin á þann aldur að hún var geðill og það var ekki hægt að hafa hana inni á svæðunum lengur því hún var farin að drepa yngri tarfana. Hún hættir þessu ekki þegar hún er byrjuð, hún var bara að vernda sitt svæði. Fyrir mér finnst mér mikið skynsamlegra að bóndinn eigi þrjá unga tarfa sem geta verið lifandi í 17 ár frekar en ég myndi sleppa því að fella þennan sem var 14 ára og átti þrjú ár eftir,“ segir Hjörvar.

Eru öll dýr sem þú hefur drepið í svoleiðis aðstæðum?

„Ekki öll í þeim aðstæðum að það þurfi að drepa þau. Það er ekki verið að skjóta kálfa eða ungdýr nema þess virkilega þurfi,“ svarar Hjörvar.

Ástæðan fyrir því að ungdýr eru sjaldan skotin er þó ekki dýranna vegna, að sögn Hjörvars. Heldur snýst þetta um útlit þeirra. Hann segir að því eldri sem dýrin eru, því „fallegri“ eru þau og því „flottari“ verður myndin.

„Það er fyrst og fremst verið að skjóta dýrin fyrir myndatökuna og eins fyrir menn að eiga minningar, flytja heim uppstoppuð dýr. Þá er þetta alltaf gert svona. Því eldra sem dýrið er því fallegra er það. Maður sér að það hefur lifað.“

Þú getur lesið viðtalið við Hjörvar Inga í heild sinni í helgarblaði DV.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“

Gefa sparnaðarráð fyrir ferðir til Íslands – „Það er ekki búist við þjórfé á Íslandi“
Fókus
Í gær

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“