Það er óhætt að segja að móðir Jonathan Kubben Quiñonez hafi verið áhyggjufull þegar hann sagði upp vinnunni sinni, seldi bílinn sinn og keypti flugmiða til Kúbu í mars 2016.
Nú rúmlega ári síðar hefur hann ferðast um allan heiminn og vakið athygli fyrir leið sína til að minnka áhyggjur móður sinnar. Á meðan Jonathan skoðar heiminn hefur hann í för með sér skilti sem stendur á „Mom, I‘m fine“ eða „mamma, ég er í lagi.“ Hann lætur taka mynd af sér með skiltinu við hinar ýmsu aðstæður og eru myndirnar alveg stórkostlegar. Í maí fór mamma hans meira að segja með honum til Indónesíu
Þetta uppátæki hans hefur vakið mikla lukku meðal netverja og hann er núna með 239 þúsund fylgjendur á Instagram. Sjáðu þessar stórskemmtilegu myndir hér fyrir neðan.
Hér getur þú skoðað fleiri myndir úr ferðalögum Jonathans.