fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Músin og pöpullinn

Svarthöfði
Sunnudaginn 13. október 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er orðinn þreyttur á heimsyfirráðum Disney-samsteypunnar. Í gegnum áratugaraðir hefur hún matað ofan í börnin okkar ígildi fegurðar, réttlætiskenndar og lífsreglna. Á undanförnum árum hefur þó aðeins verið reynt að stýra skuggagildum fortíðarinnar í jákvæðari átt, þar sem ekki lengur er brýnt fyrir tvennu; að ungar prinsessur eigi sér engin mittismál og þurfi að vera teiknaðar upp sem ofurmódel, að allt utan vestræna heimsins sé morandi í staðalmyndum. Eins og það hafi ekki verið nógu þreytt fyrir í áratugaraðir hvað Disney hefur mest matreitt þau skilaboð ofan í börn um gagnsleysi foreldra.

Disney er á meðal stærstu merkja veraldar og langstærsta fjölmiðlasamsteypa heims, sem étur upp allt og tröllríður yfir skemmtanamarkaðinn núna. Útbreiðslan virðist stækka með ólíkindum um ár hvert, hvort sem það gerist með tilkomu nýrrar streymisveitu (sem við Íslendingar höfum enn engin merki um að ná, þannig að ninjur niðurhalsins verða fljótar til leiks) eða kaupum á öðrum fyrirtækjum á borð við Fox. Eftir kaupin á Fox fyrr á árinu bættust FX, National Geographic og Hulu, auk kvikmyndaversins 20th Century Fox í hóp fjölda vörumerkja sem skiluðu fyrirtækinu um 1.500 milljarða króna hagnaði árið 2018.

Eins og stendur í dag ræður samsteypan yfir allt að 40% efnis sem ratar í kvikmyndahús og sjónvarp, bæði myndabálka og bráðum tvær risastórar streymisþjónustur. Til að bæta gráu ofan á Svarthöfða hyggst kvikmyndadeild Disney núna að endurgera fjöldann af þeim titlum sem samsteypan eignaðist með kaupunum á Fox, þar á meðal Home Alone. Þetta þýðir að hin jólaklassíkin, Die Hard, sé í opnu skotfæri, enda jafn furðuleg tilhugsun og að músin skuli eiga réttinn á Die Hard, af öllu.

Fyrirtækið veltir um 250 milljarða Bandaríkjadala á ári, en nokkrar sameiningar til viðbótar og þá liggur við að Disney sjái til þess að einoka eldsneytis- og matarmarkað Vesturlanda og seinna meir víðar. Fyrir hverja áskrift að Disney+ hlýtur þá að fylgja aðgangur að fatnaði, vatni og öðrum nauðsynjavörum, en aðeins ef þú stimplar inn þrettán stafa kóða sem þú færð í hverjum mánuði til að tryggja endurnýjun áskriftar. Langsóttari hlutir hafa nú gerst í þessum heimi.

Einokunin er óhugnanleg og býður upp á það að fiska eftir lítilmagnanum undir hverju borði til að sigra þetta stórveldi, eða að minnsta kosti tryggja ásættanlegt mótvægi fyrir neytandann. Þetta á sérstaklega við um dægurmenningarhliðina og fólk sem vill ekki eingöngu söngva- og glansmyndir, Marvel-hetjur eða þrjátíu gerðir af Stjörnustríði. Það versta af öllu er að Disney á tæknilega séð réttinn á ímynd Svarthöfða, þannig að í rauninni á Svarthöfði engan rétt til að kvarta. Hann glottir bara undir hjálminum og samþykkir örlög sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“