fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ísland losar minnstan koltvísýring í samanburði við önnur Norðurlönd

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. október 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland stendur sig mjög vel í orkuskiptum í samgöngum og er á toppi lista Nordic Energy Reaserch ásamt Noregi í rafbílavæðingu. Þetta kemur fram í skýrslu Nordic Energy Research sem ber heitið Tracking Clean Energy Progress. Þar er lagt mat á framvindu Norðurlandanna í átt að kolefnishlutleysi árið 2050 og hvort ríkjunum miði nægjanlega hratt í átt að því markmiði. Þess ber að geta að Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa mörg hver sett sér markmið um að ná kolefnishlutleysinu fyrir árið 2040, samkvæmt tilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Fram kemur í skýrslunni að þegar heildarmyndin sé skoðuð þá þurfi ríkin að leggja sig meira fram til að ná þessum markmiðum (mælikvarðinn er á gulu). Einungis er nægjanlegur hraði á orkuskiptum í raforkuframleiðslu landanna þar sem Norðurlöndin eru í miklum mæli að nýta sér vindorku og lífmassa (mælikvarði á grænu). Þar stendur Ísland vel að vígi þar sem öll rafmagnsframleiðsla er nú þegar af endurnýjanlegum uppruna.

Frumorkunotkun Íslands losar minnstan koltvísýring í samanburði við önnur Norðurlönd (bls.8) og er vel fyrir neðan meðaltal OECD. Því beinast orkuskiptin hér á landi að öðrum geirum en raforkuframleiðslu, þ.e.a.s. í samgöngum á landi og á hafinu þar sem jarðefnaeldsneytið er enn allsráðandi eins og annars staðar í heiminum. Ísland stendur sig mjög vel og trónir á toppnum á heimsvísu ásamt Noregi í rafbílavæðingunni (sjá bls.14). Einnig er tekið eftir því að 10% strætisvagnaflotans í Reykjavík er rafknúinn (bls. 15).

Fleiri íslensk dæmi eru nefnd til sögunnar í skýrslunni, svo sem nýting metangass í Álfsnesi, sjóvarmadælustöðin í Vestmannaeyjum, CarbFix verkefnið á Hellisheiði.

Skýrsluna má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt