Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum í september 2019. Heildarfjöldi samninga á landinu var 963 í september 2019 og fjölgar þeim um 40% frá ágúst 2019 og um 47,2% frá september 2018.
Mesta hlufallslega fjölgunin milli ára var á Suðurnesjum, eða 87.5% en minnst á vestfjörðum, eða 8.3 prósent.
Mesta breytingin milli mánaða var á Vesturlandi, eða 120 prósent, en minnst á Norðurlandi, eða 10.8%