fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir gróða Þorsteins Más nema árslaunum 1420 manns – „Borgar af tekjum sínum lægra hlutfall í skatta en láglaunafólkið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, hefur reiknað út hversu langa tíma það tekur fyrir Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra og stærsta eiganda Samherja, að græða fúlgur fjár, en Þorsteinn hagnaðist um 5.4 milljarða króna í fyrra í gegnum Eignarhaldsfélagið Stein ehf. sem Þorsteinn á rúman helming í á móti fyrrverandi eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra og Stundin greinir frá.

Þorsteinn sjálfur var með rúmar 100 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, en eignir Steins eru nú rúmir 48 milljarðar króna og hækkuðu um níu milljarða milli áranna 2017 og 2018. Þar spilar stærstu rulluna hlutabréf í Samherja að andvirði 22 milljarða króna og hlutabréf í Samherja Holding á tæpa 18 milljarða. Skuldirnar eru um fjórar milljónir króna.

Um loðna lófa Þorsteins segir Gunnar Smári:

„Nú er klukkan orðin tvö; það merkir að frá miðnætti hefur auður Þorsteins Más aukist um rúmlega 8,6 m.kr. Það eru rúmlega tvö árslaun verkafólks. Þegar klukkan slær tólf í kvöld hefur auður Þorsteins vaxið um 14,8 m.kr. Þá fer hann að sofa en þegar hann vaknar aftur á morgun mun hann græða annað eins. Á einu ári græðir hann álíka mikið af nýtingu auðlinda þjóðarinnar og nemur árslaunum 1420 manns á lágmarkslaunum, fyrir skatta. Og borgar af tekjum sínum lægra hlutfall í skatta en láglaunafólkið. Svona er Ísland í dag.“

Engar arðgreiðslur vegna skattalegra ástæðna

Í grein Stundarinnar er sagt að þó svo enginn arður hafi verið tekinn út úr Steini í fyrra, hafi þó verið teknar út 394 milljónir til hluthafa með „dulbúnum arðgreiðslum“ árið 2009, með kaupum félagsins á eigin bréfum.

Samkvæmt sérfræðingi sem Stundin ræddi við en vildi ekki koma fram undir nafni, sé sú aðferð lögleg, en vafalaust gerð af skattalegum ástæðum, og til að vekja ekki eins mikla eftirtekt:

„Þannig að út frá útlitslegum sjónarmiðum eða orðsporslegum þá er það vægari leið að gera þetta svona en að greiða arð.“

 

Sjá einnig: Gunnar Smári um arðgreiðslur Samherja:„Borguðu bara 244 milljónir í fjármagnstekjuskatt af þessum 1220 milljónum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt