Jurgen Klopp, stjóri Liverpool fagnar um þessar mundir fjögurra ára starfsafmæli á Anfield Road. Honum hefur vegnað vel í starfi og það stefnir í að það haldi áfram.
Klopp vann sinn fyrsta titil í sumar þegar Liverpool vann Meistaradeildina og nú er liðið í magnaðri stöðu til að vinna deildina.
Klopp hefur náð ótrúlegum árangri og komið Liverpool aftur í fremstu röð, eitthvað sem reyndist öðrum erfitt.
Hér að neðan eru tölfræði molar um sturlaða tíma Klopp.
221 – leikir í öllum keppnum
320 – stig í ensku úrvalsdeildinni, í 152 leikjum. 2,11 stig að meðaltali í leik.
146 – leikir sem Klopp þurfti til að sæka 300 stig, besti árangur stjóra í sögu Liverpool.
458 – mörk í öllum keppnum, 2,07 mörk í leik. Það besta hjá Liverpool í 123 ár.
58.82 – sigurhlutfall, aðeins John McKenna með 69,44 prósent er með betri árangur.
44 – að meðaltali á milli marka hjá Liverpool.
43 – skipti sem Liverpool hefur skorað meira en fjögur mörk undir stjórn Klopp.
14 – lið í ensku úrvalsdeildinni sem Klopp hefur ekki tapað fyrir
17 – sigurleikir í röð í ensku úrvalsdeildinni, geta jafnað metið í deildinni með sigri á MAnchester United.
1 – sá fyrsti í sögu enskra liða að fara með lið í úrslitaleik í Evrópu þrisvar á fyrstu þremur árunum.