Markús Orri (10 ára) og Matthías Kári ( 6 ára) fóru með pabba sínum og mömmu í klakveiði í Laxá í Kjós. Drengirnir mokveiddu lax og sjóbirting og sögðu eftir daginn að þetta hefði verið æðislegur veiðitúr.
Mikið var af laxi í Kjósinni og urðum þeir varir á flestum stöðum en mesta veiðin var úr Bugðu.
Nóg er vatnið þessa dagana og viða fiskur um ána en lokatölur úr ánni þetta sumarið eru 372 laxar.
Mynd. Fjör á bökkum Laxar í Kjós í klakveiðinni um síðustu helgi.