Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 ára landsliðs karla er sá maður sem Fylkir vill ráða til starfa. Morgunblaðið segir frá.
Davíð hefur starfað hjá KSÍ í tæp tvö ár en áður var hann þjálfari Leiknis og aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.
Fylkir lét Helga Sigurðsson fara úr starfi eftir tímabilið og hefur leitað að eftirmanni hans síðustu vikur.
Davíð Snorri er samningsbundinn KSÍ en Fylkir þarf leyfi sambandsins til að fá Davíð Snorra í Árbæinn.
Ágúst Gylfason, Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Ingi Skúlason hafa einnig verið orðaðir við starfið.