fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

„Davíð eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn sem fjöldahreyfingu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. október 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Davíðsárin enduðu í Davíðshruni Davíðsbólunnar; öllu var þessu leikstýrt af Davíð Oddssyni og hirðinni í kringum hann. Þetta hefði betur mátt vera endalok hinna óðu nýfrjálshyggjuára, en því miður endurreisti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur svo til óbreytt kerfi byggt á hindurvitnum nýfrjálshyggjukenninga, svo nú erum við á síð-Davíðsárunum nálægt hápunkti síð-Davíðsbólunnar á leið í Davíðshrun hið síðara.“

Svo skrifar sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson og deilir frétt Eyjunnar um neyðarfundinn sem bankastjórar viðskiptabankanna héldu á heimili Davíðs Oddssonar árið 2006, þáverandi seðlabankastjóra, vegna þess að Landsbankinn gat ekki greitt af láni sínu.

Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, segir í nýútkominni bók sinni „Í víglínu íslenskra fjármála“ að hruni íslensku bankanna hefði mátt afstýra á fundinum, en í stað þess voru Icesave reikningarnir stofnaðir í kjölfarið.

Sjá einnig: Segir Icesave stofnað eftir neyðarfund á heimili Davíðs – Fjármagnaði lífstíl „óreiðumanna“ í stað þess að grípa í taumana

Gera skuli öfugt við Davíð

Gunnar segir Davíð hafa eyðilagt flest það sem hann hafi komið nálægt á löngum ferli sínum:

„Um Davíð sagði Ólafur Þ. Harðarson prófessor hér á Facebook: „DO er mesti ógæfumaður Íslandssögunnar í pólitík, Sturla Sighvatsson included“ og uppskar harmakvein og skammir Davíðs-klíkunnar. Þetta er hins vegar langt í frá of djúpt í árina tekið hjá Ólafi; Davíð eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn sem fjöldahreyfingu, hann eyðilagði skattkerfi, félagslega húsnæðiskerfið, einkavæddi bankanna með ömurlegum afleiðingum, kallaði Hrunið yfir þjóðina með afglöpum sínum, svo fátt eitt sé nefnt. Ef stjórnmálafólk vill rata út úr þeirri blindgötu sem Davíð dró þjóðina inn í ættu þeir að spyrja sig í hverju máli: Hvað myndi Davíð gera? Og gera svo það gagnstæða.“

Skrítin niðurstaða

Þá segir Gunnar Smári um ákvörðun Davíðs að bjóða sig fram til forseta:

„Eftir Hrunið, eftir að hafa kallað hörmungar yfir þjóð sína með afglöpum og heimskulegri trú á nýfrjálshyggju að hætti Hannesar Hólmsteins, settist Davíð niður og velti fyrir sér stöðunni. Hans niðurstaða var að bjóða sig fram til forseta. Og án gríns, þá var til fólk sem studdi hann til þess, kaus hann jafnvel. Pælið í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni