að er krísa hjá Manchester United, félagið er við fallsvæði ensku úrvalsdeildarinnar og Ole Gunnar Solskjær, virðist vera að keyra bílinn í þrot.
Solskjær er á sínu fyrsta heila tímabili, hann er að breyta stefnu félagsin og kúltur. Gary Neville kallar eftir því að Solskjær fái tíma.
,,Kaupstefna félagsins hefur verið vonlaus í mörg ár, þeir hafa verið út um allt. Stjórar með mismunandi stíl sem fá sína leikmenn inn, þeir verða að laga þetta. Kaupa rétta leikmenn, þeir fengu þrjár í sumar sem hafa gert það ágætt. Núna þarf fimm eða sex leikmenn,“ sagði Neville.
Solskjær tók við United í desember í fyrra, byrjaði vel en það hefur hallað undan fæti. Ensk blöð velta því fyrir sér hvort pressan í starfi sé að hafa áhrif á Solskjær, hann virkar þreyttur og hugmyndasnauður. Ensk blöð telja að þreytan sé byrjuð að sjást á útliti Solskjær.
Desmeber 2018:
Október 2019: