Ef þú kemst ekki í gegnum daginn án þess að fá þér kaffibolla eða þú bara virkilega elskar kaffi þá erum við með góðar fréttir fyrir þig. Það er komið símahulstur á markaðinn sem býður notendum upp á að laga espresso bolla með því að nota smáforrit á símanum sínum.
Mokase símahulstrið er með hitavörn og heldur kaffinu inni í hulstrinu. Með því að ýta á hnapp í Mokase smáforritinu þá flæðir kaffið í gegnum hulstrið, sem hitar það í leiðinni, og út um gat. Með hulstrinu fylgir lítill „pop-up“ bolli sem er hægt að setja á lyklakippuna svo hann tekur sem minnst pláss. Hulstrið kostar um 8500 krónur og hægt er að kaupa það fyrir mismunandi símategundir.
Fyrst seturðu sérstakt þunnt kaffi hylki í símahulstrið.
Næst opnarðu Mokase smáforritið og ýtir á hnappinn til að fá kaffið til að byrja að leka.
Svo tyllirðu hulstrinu þannig að kaffið renni ljúft ofan í kaffibolla. Og að lokum er bara að njóta!