fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Kennarar við FVA hafa afhent ráðherra vantraustsyfirlýsingu á skólameistara – Hvetja Lilju til að endurráða Ágústu ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. október 2019 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og átta af 44 undirskriftarbærum kennurum við Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi (FVA) hafa skrifað undir vantraustsyfirlýsingu á skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem hvatt er til þess að Ágústa verði ekki endurráðin. Þetta staðfestir Garðar Norðdahl, formaður kennarafélags skólans, í samtali við DV. Kennarar við skólann eru 46 en tveir voru taldir vanhæfir til að skrifa undir yfirlýsinguna þar sem þeir eru umsækjendur um stöðuna.

Ágústa var skipuð skólastjóri frá 1. janúar 2015 til fimm ára. Skipunartíminn rennur út um næstu áramót og hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákveðið að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar.

Mikil óánægja hefur ríkt með störf skólameistara eins og kom fram í fréttaskýringu DV í gær. Frá því að Ágústa tók við embættinu hefur hún mætt harðri gagnrýni fyrir stjórnunarhætti sína og framkomu við undirmenn. Meðal annars hefur ríkið þurft að greiða ríflega fimm milljónir króna í bætur og málskostnað til fyrrverandi aðstoðarskólameistara sem Ágústa vék úr starfi án þess að fylgja réttum verkferlum.

Í mars á þessu ári féll dómur Landsréttar í máli Hafliða Páls Guðjónssonar, fyrrverandi aðstoðarskólameistara FVA, gegn ríkinu. Kærði hann þar ákvörðun Ágústu Elínar að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi aðstoðarskólameistara árið 2015, sem hann hafði aðeins nýlega tekið við, sem og úr kennarastarfi við skólann, en hann hafði unnið þar frá árinu 1998. Bæði héraðsdómur og Landsréttur komust að þeirri niðurstöðu að uppsögn Hafliða hefði verið ólögmæt, bæði hvað varðaði aðstoðarskólameistarastöðuna sem og kennarastöðuna.

Ágústa er einnig gagnrýnd fyrir að hafa sagt upp sjö ræstingarkonum við skólann.

Yfirlýsing kennaranna er orðfrétt eftirfarandi: 

„Undirritaður kennarar við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi, FVA, lýsa yfir vantrausti á núverandi skólameistar FVA, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, og beina þeim tilmælum til ráðherra að hún verði ekki endurráðin sem skólameistari skólans.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Í gær

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Í gær

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“
Fréttir
Í gær

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu