fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fréttir

Kolla ræðst gegn grátkór bíleigenda – Þeir sem berjast gegn göngugötum séu haldnir fortíðarþrá á háu stigi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. október 2019 10:22

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um rannsóknarrétt nútímans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni,“ skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, í leiðara blaðsins í dag.

Meginefni pistilsins eru deilur um göngugötur í miðborginni. Kolbrún segir að fortíðarþrá einkenni andstæðinga göngugatna í miðbænum. Þeir þrái aftur þá tíma þegar auðvelt var að leggja hvar sem var í miðbænum:

„Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það.“

Kolbrún segir að raunar allt of lengi hafi mikilli bílaumferð verið leyft að viðgangast í miðbænum:

„Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar.“

Megininntak pistilsins er að þeir sem berjast fyrir áframhaldandi óheftri bílaumferð í miðbænum séu haldnir tálsýn. Það sé fyllilega óraunhæft að bílaeigendur geti athafnað sig að vild á bílum sínum í miðborginni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Í gær

Kamala Harris býður sig fram til forseta

Kamala Harris býður sig fram til forseta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi vísar ásökunum um rasisma á bug og sakar Odd um atvinnuróg og dylgjur – „Þetta er lygi“

Helgi vísar ásökunum um rasisma á bug og sakar Odd um atvinnuróg og dylgjur – „Þetta er lygi“