fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Viðar segir Óla Björn firrtan í Kastljósinu – „Ekki þekki ég neinn sem hefur rétt á slíkum greiðslum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 4. október 2019 16:00

Óli Björn og Viðar í þættinum. Skjáskot af RÚV.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokallaður borgarafundur um Málefni eldri borgara var til sýnis í Kastljósinu á þriðjudag hvar fulltrúar eldri borgara og hins opinbera ræddu þær áskoranir sem málaflokkurinn stæði fyrir.

Þeirra á meðal var Viðar Eggertsson, leikari og leikstjóri, sem fannst miður að fá ekki að taka þátt í umræðunni um launakjör og  afkomu eldri borgara:

„Umræðunni var skipt upp í þrjú meginþemu og skipt um fólk í panel eftir þemum. Því miður var ég ekki í þeim hluta sem fjallaði um launakjör og afkomu. Ég segi því miður, því þá hefði ekki staðið á mér að mótmæla orðum stjórnarþingmannsins sem þarna var og fannst sæma að taka sem dæmi um kjör eldri borgara að fólk hefði milljón (sic!) í greiðslur úr lífeyrissjóði á mánuði og því væri rétt að skerða eftirlaun frá almannatryggingum!“

segir Viðar á Facebook en umræddur þingmaður er Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, sem Viðar segir firrtan:

„Kannski sýnir þetta sápukúluna og firringuna sem fólk getur verið haldið sem vílar og dílar með kjör okkar á Alþingi. Því ekki þekki ég neinn sem hefur rétt á slíkum greiðslum (nema þá helst alþingismenn sjálfa sem hafa rækilega tryggt eftirlaun sín). Hitt þekki ég vel – af miklum fjölda fólks – sem hefur í kringum 250.000 í greiðslu frá lífeyrissjóði og þegar ríkið hefur beitt skatta- og skerðingahníf sínum á greiðslurnar frá almannatryggingum, 248.105 kr., þá situr fólk eftir með alls um 300.000 kr. til að lifa á. Það er undir framfærsluviðmiði hins opinbera. Já, og svo er fjöldi fólks sem ber minna úr býtum…“

Misjafn skilningur lagður í kerfið

Óli Björn sagði einnig að það gæddi ákveðins misskilnings þegar fólk liti á almannatryggingakerfið sem réttindakerfi, sem það væri ekki, heldur væri það tryggingakerfi, sem ólíkt lífeyrissjóðunum, væri hugsað sem öryggisnet til þess að grípa þá sem mest þyrftu.

Óli Björn hefur fjallað nokkuð um breytta lýðfræðilega samsetningu íslensku þjóðarinnar í nánustu framtíð og þann vanda og kostnað sem því fylgir fyrir kerfið, sem hann sagði tifandi tímasprengju:

„Þess er ekki langt að bíða að eldri borg­ar­ar utan vinnu­markaðar verði fleiri en þeir sem eru und­ir tví­tugu. Að óbreyttu verða æ fleiri utan vinnu­markaðar. Við sem þjóð höf­um ekki efni á því – jafn­vel þótt líf­eyri­s­kerfið standi sterk­ar hér en í flest­um öðrum lönd­um.“

„Sú hætta er raun­veru­leg – ekki síst í mörg­um lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins – að rof mynd­ist milli kyn­slóða. Átök verði á milli yngri og eldri. Líf­eyr­is­skuld­bind­ing­arn­ar eru svo þung­ar að við þær verður ekki staðið án þess að skerða lífs­kjör þeirra sem eru á vinnu­markaði (t.d. með stöðugt hærri skött­um) eða lækka veru­lega líf­eyr­is­greiðslur eldri borg­ara. Ég hef líkt þess­ari stöðu við tímasprengju.“

Sjá einnig: Segir fjölgun eldri borgara á Íslandi vera tímasprengju:„Við sem þjóð höf­um ekki efni á því“

Sjá einnig: Stefán svarar „óræðishjali“ Óla Björns um eldri borgara og lífeyrismál:„Alveg út í hött!“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?