fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Margrét ætlar að kæra Jón Trausta og Stundina: „Ég er móðir ungra barna og þetta er eitt það ógeðfelldasta sem ég hef lent í“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 18. júní 2017 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hræðilegt að sjá og ekkert annað en alvarlegt lögbrot, Stundin og Jón Trausti verða kærð er komin með lögmann.“

Þetta segir Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnanda Stjórnmálaspjallsins á Facebook. Margrét er þekkt fyrir eitt og annað, hún hefur boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá er hún strangtrúuð og hefur látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Stjórnmálaspjallið sem hún tekur þátt í að stýra er umdeilt og hafa stjórnendur oft brugðist hægt við ábendingum þegar þar er deilt efni sem gæti flokkast undir útlendingahatur. Ástæða þess að Margrét ætlar að kæra Stundina og ritstjórann Jón Trausta Reynisson er frétt sem birtist snemma að morgni þjóðhátíðardags. Í fréttinni er fjallað um Svein Gest Tryggvason sem var handtekinn, grunaður um að hafa myrt vin sinn, Arnar Jónsson Aspar, að heimili hans þan 7. Júní.

Í frétt Stundarinnar segir að Sveinn hafi í nokkur skipti hótað og ógnað þeim sem hafa gagnrýnt Íslensku þjóðfylkinguna. Í greininni er fjallað um stigmagnandi útlendingahatur. Þá segir að hann hafi verið virkur í umræðum á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar og í Stjórnmálaspjallinu og er nafn Margrétar Friðriksdóttur sérstaklega nefnt, sem og að hún sé þekktur þjóðernissinni. Segir að Sveinn hafi tekið þátt í öfgafullum umræðum sem einkenndust af útlendingahatri og fagnað þegar hælisleitandi kveikti í sér. Sveinn Gestur tók einnig þátt í mótmælum á Austurvelli og þótti sýna af sér ógnandi hegðun í garð þeirra sem vilja að Íslendingar taki við fleiri hælisleitendum. Sagði ung kona að Sveinn hefði ógnað sér. Ekki er hægt að sannreyna hversu oft Sveinn hefur tjáð sig á Stjórnmálaspjallinu þar sem hann hefur gert aðganginn sinn óvirkan.

Mynd: Mynd: DV

Nafn Margrétar kemur fimm sinnum fyrir í greininni og þrisvar í sömu málsgrein þar sem nafn Sveins kemur fyrir, sem grunaður er um morðið Arnari. Þá segir í frétt Stundarinnar:

„Eftir að Þórður Ingvarsson átti í deilu við Margréti á Stjórnmálaspjallinu í desember 2014 setti Sveinn Gestur sig í samband við hann með einkaskilaboðum á Facebook. „Hlakka til að ná í skottið á þér og hlusta á þig væla,“ sagði Sveinn Gestur í skilaboðunum. Í kjölfarið fór hann fram á heimilisfang Þórðar. „Þið eruð 3 skráðir á já.is, ert þú skráður á Drekavelli eða?“

Í frétt Jóns Trausta segir að Sveinn Gestur hafi ekki fundið heimilisfang Þórðar. Fjallað er um frétt Stundarinnar á Stjórnmálaspjallinu þar sem Margrét er við völd. Þar gagnrýnir hún fréttina harðlega. Segist aldrei hafa þekkt Svein. Það segir hún einnig í þræði á Facebook árið 2014 þar sem Þórður Ingvarsson greinir frá hótun Sveins. Þar margítrekar hún að hún þekki ekki Svein. Meðlimurinn Sindri Snær Helgason bendir á að þau hafi verið vinir á Facebook og að Margrét hafi sent honum afmæliskveðju og segir að þau hafi verið ágætis „fb buddies.“

Margrét svarar Sindra og kveðst ætla að kæra hann einnig til lögreglu og bætir við að hún eigi 4800 vini á Facebook og sendi oft ókunnugu fólki kveðju þegar svo beri við. Segist hún aldrei hafa hitt Svein í eigin persónu.

„ … en þú skalt svara fyrir þessa ógeðslegu lygi þína hjá lögreglu, svona ef þér dettur í hug að kíkja í heimsókn til Íslands, þetta viðurstyggilega lögbrot gegn mér verður að sjálfsögðu kært,“ segir Margrét og bætir við á öðrum stað:

„Þú ert síðasta sort og þú færð að svara fyrir þennan róg gegn mér hjá lögreglu.“

Þá er Margrét spurð af hverju henni þyki greinin í Stundinni ærumeiðandi. Ásthildur Jónsdóttir skrifar:

„Að þú sért þekktur þjóðernissinni eða að þú sért stjórnandi hér? Annað er nú ekki sagt um þína persónu.“

Margrét svarar og segir að Jón Trausti sé með greininni að tengja hana við ofbeldismenn og morðingja.

„Ég er móðir ungra barna og þetta er eitt það ógeðfelldasta sem ég hef lent í,“ segir Margrét og bætir við að þetta sé í annað skiptið sem það gerist í vikunni að hún sé spyrt við þá menn sem grunaðir eru um að myrða Arnar og setur hlekk á grein á Sandkassanum. Þá segir Margrét, sem hefur eins og áður segir ákveðið að kæra Jón Trausta og Stundina:

„Nei þetta er eitt það versta sem að fólk getur lent í börnin mín eru nú þegar byrjuð að lenda í aðkasti út af svona viðurstyggilegum rógi sem viðbjóð sem borið er upp á móður þeirra, eina leiðin til að verjast þessu er í gegnum lögreglu og dómstóla, en það tekur sinn tíma eins og við vitum og á meðan erum við bara alls ekki óhultar hér í þessu samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu