fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hlynur bregst við ásökunum um ofbeldi: „Þetta kemur mér í uppnám“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlynur Kristinn Rúnarsson, sem árið 2016 hlaut fimm ára fangelsisdóm í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls, hefur undanfarið vakið athygli með framtaki sínu Það er von, en markmið þess er að vekja athygli á því að þeir sem þjást af fíknisjúkdómi geti náð bata.

Svo virðist einhver íslenskur fjölmiðill vinni nú að umfjöllun um hann. Hlynur er fyrri til og endursegir samtal hans við blaðamann á Facebook-síðunni Það er von. Hlynur viðurkennir sjálfur að sú mögulega væntanlega frétt muni fjalla um meint ofbeldi hans. Athygli vekur að þeim ásökunum neitar hann ekki í færslunni.

Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að ónefndur aðili með gerviaðgang á Facebook hefði varað við honum í umsögn um Það er von. Viðkomandi hafði þetta um Hlyn að segja samkvæmt Fréttablaðinu:

„Menntaskólar athugið: Þessi maður er hrottalegur ofbeldismaður. Hlynur hefur beitt alla sína fyrrum maka lífshættulegu ofbeldi og ekki enn tekið ábyrgð á því eða reynt að biðja þolendur sína fyrirgefningar þrátt fyrir að vera veitt skýr tækifæri til þess nú í edrúmennskunni.

Hlynur lýsir sjálfur samtalinu sem hann átti við ónefndan mann:

„Ég fékk símtal í morgun með þann eina tilgang til þess að sverta mig, mitt mannorð og Það er Von. Spurningar sem hljóma svona: Hefuru beitt ofbeldi? Á hvaða forsendu ert þú með forvarnarstarf? Nú hef ég undir höndum gögn þess eðlis að þú hafir beitt ofbeldi.. finnst þér í lagi að beita ofbeldi… Nú segist þú ekki vera ofbeldismaður þegar þú ert sakaður um það á það er von siðunni… En samt hefuru beitt ofbeldi. Finnst þér þú ekkert vera fara hratt í þetta allt saman.. nú ertu bara með 4 mánuði og 10 daga edrú ? Hvað er boðskapur þinn Í forvarnastarfi? Ertu ekkert hræddur um að þú sért með lítinn edrutima ? Hefur þú beðist afsökunar á þinni hegðun? Ert þú að vinna í þinni reiði? Nú er mér sagt að þú hafir ekki kunnað að virða mörk…“

Hlynur segir að þetta samtal hafi ekki farið vel í sig. „Ég viðurkenni það að þetta kemur mér í uppnám. Ég er að gera mitt besta með þessa síðu Það er Von. Ég hef hingað til ekki þegið neina styrki fyrir utan hjálp“vinnu“ fólksins í kringum mig. Markmið mitt er að gefa fólki Von og að það sé hægt að snúa við blaðinu. Ég er ekki að setja sjálfan mig á háan stall og þykjast vita betur en þau embætti sem sjá um íslenskar forvarnir… En þeim hlýtur að vera að mistakast gefið að vanlíðan og neysla fer versnandi samkvæmt nýjustu rannsóknum,“ segir Hlynur.

Hlynur virðist ekki hafa jákvæða sýn á fjölmiðla. „Ég þekki þá líðan að vera ekki nógu góður eða nógu fullkominn fyrir aðra og mig. Mín sjálfskaðandi hegðun lýsir sér með að vera aldrei sáttur með sjálfan mig þrátt fyrir mitt effort að gera mitt besta þá er það ekki nóg. Fjölmiðlar hafa mikið vald í litlu landi eins og Íslandi… Og þegar fjölmiðlar eru 95% vandamála miðuð þá litast áhorfenda hópur/lesendur af þessari sýn sem fjölmiðlar kasta fram. Markmið mitt er að sýna að það er von,“ segir Hlynur.

Hann segist hafa gert sitt besta. „Ég hef gert fullt sem ég sé eftir og vildi óska að ég hefði ekki farið þessa braut. En ég gerði það og ég get lítið annað gert en að hugsa núinu og taka einn dag í einu. Axlað ábyrgð á mínum misgjörðum og sæst við fortíð mína og haldið áfram að gera mitt besta í dag… Það er von, það er hægt að snúa við blaðinu. Það er von, það er hægt að líða vel edrú,“ skrifar Hlynur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks