,,Þetta var allt í lagi í Eystri Rangá. Við fengum nokkra laxa og það er lax víða í henni,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr ánni. Eystri Rangá hefur gefið langflesta laxana í sumar eða næstum því 3000 laxa. Síðan kemur Miðfjarðará en lokatölur voru að koma úr henni og hún endaði í 1606 löxum.
Ytri Rangá er að detta í 1600 laxa og veiðimaður sem var að koma úr henni veiddi 12 laxa og þeir voru allir vellegnir. Síðan Selá í Vopnafirði og þar er veiði lokið en hún endaði í 1484 löxum. Svo kemur Þverá í Borgarfirði með 1132 laxa og þar er verið að veiða ennþá.
Mynd. Lax kominn á land í Þverá í Borgarfirði.