fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Gyða grátbað Jón Ársæl: „Enginn sáttavilji var fyrir hendi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 2. október 2019 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fór fram aðalmeðferð í máli Gyðu Drafnar Grétarsdóttur gegn Jóni Ársæli Þórðarsyni fjölmiðlamanni og RÚV. Málið varðar umdeilt viðtal hans við hana í þáttunum Paradísarheimt. Jón og RÚV höfðu viðurkennt bótaskyldu en deilt er um hversu háar bæturnar eigi að vera. Hvorki Jón né Gyða mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.

Í umdeilda þættinum ræddi Jón Ársæll við Gyðu Dröfn á meðan hún sat í afplánun inni á fangelsinu á Sogni. Ræddu þau um meðal annars um erfið uppvaxtarár Gyðu og glímu hennar við fíkn.

Gyða Dröfn var dæmd í fangelsi fyrir að stela vörum úr búðum sem hún seldi svo til að eiga fyrir dópi. Stal hún úr búðum með mömmu sinni að því er fram kom í þættinum. „Maður gerir hvað sem er til að komast í vímu,“ sagði hún í þættinum.

Sjá einnig: Stað úr búðum með mömmu sinni: Gyða missti son sinn frá sér vegna neyslu

Í kjölfar þess að þátturinn var sýndur höfðaði Gyða Dröfn mál á hendur Jóni Ársæli og RÚV. Bótaskylda bæði Jóns og RÚV hefur verið viðurkennd og fór málið í sáttaferli sem ekki hefur gengið eftir. Aðalmeðferð bótamálsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Bæði Jón Ársæll og Gyða Dröfn hafa hingað til varist fregna af málinu.

Þrjár þáttaraðir af Paradísarheimt hafa verið gerðar. Sú fyrsta fjallaði um fólk með geðrænan vanda, önnur fjallaði um fanga og sú þriðja um fólk sem hefur synt á móti straumnum.

Ekki í fyrsta skiptið

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem efnistök Jóns Ársæls í þáttunum hafa sætt gagnrýni. Viðar Marel Magnússon sakaði Jón Ársæl um persónuverndarbrot eftir að Jón Ársæll birti myndskeið af Viðari í þættinum, sem og nafngreindi hann, án hans samþykkis. Viðar Marel var í heimsókn hjá frænku sinni en það var frænkan sem var viðmælandi Jóns Ársæls, ekki Viðar sjálfur. Viðar hafði verið staddur þarna fyrir tilviljun og kveðst ekki hafa verið samþykkur upptökunum.

„Ég bað Jón Ársæl tvisvar eftir upptökuna að annað hvort klippa mig út eða í það minnsta að blörra mig en nei, hann nafngreinir mig með fullu nafni og segir að ég sé sonur Megasar. Þetta verður harðlega kært.“

Sjá einnig: Viðar sár og illur út í Jón Ársæl: „Þegar ég heyrði þetta fór ég á toppinn í reiðinni.“

Einnig sætti það gagnrýni þegar í þáttunum birtist viðtal við konu sem skilgreinir sig sem íslenskan þjóðernissinna.

Sjá einnig: Sigríður er íslenskur þjóðernissinni: Húðflúrið á hálsinum tengist Adolf Hitler – Efast um umfang helfararinnar

Við aðalmeðferð í dag fór fram munnlegur málflutningur lögmanna Gyðu, Jóns Ársæls og RÚV. Lögmaður stefnanda hóf málfutning sinn á því að segja að þrátt fyrir að bótaskylda Jóns Ársæls og RÚV hafi þegar verið viðurkennd hafi sáttameðferð ekki gengið eftir. „Enginn sáttavilji var fyrir hendi hjá stefnda Ríkisútvarpinu. Stefnandi telur hafa hægt að sætta málið fyrir löngu síðan.“

Bótakrafa Gyðu, fimm milljón króna, byggir á því að Jón Ársæll hafi ekki haft samþykki hennar fyrir birtingu viðtalsins í Paradísarheimt.

Í málinu er óumdeilt að Gyða Dröfn hafi upphaflega fallist á að vera viðmælandi Jóns Ársæls í Paradísarheimt, hún hafði hins vegar gert þann fyrirvara að fá að sjá og fara yfir viðtalið fyrir birtingu og veita að því loknu endanlegt samþykki, en í því felst að hún áskildi sér einnig rétt til að hafna birtingu. Slíkt var ekki gert heldur var viðtalið birt þrátt fyrir að Gyða væri því mótfallin og þrátt fyrir að Fangelsismálastofnun hefði ítrekað sett sig í samband við RÚV og skorað á þá að falla frá birtingu þess. Meðal annars sendi starfsmaður fangelsismálastofnunnar tölvupóst á dagskrástjóra RÚV föstudaginn fyrir birtingu þáttarins, en þátturinn var birtur á sunnudegi.

Valdið ómældu tjóni

Við málflutning og í málinu kom ennfremur fram að Jón Ársæll hafði ekki aflað leyfis fangelsismálastofnunnar áður en hann tók viðtölin.

Viðtalið hafi verið sýnt í opinni dagskrá, á besta tíma, það hafi verið um sex mínútna langt og í því fjallað um gífurlega viðkvæm persónuleg málefni Gyðu. Þetta telur lögmaður Gyðu að eigi að leiða til hærri bóta.  Málið sé fordæmalaust og hafi valdið Gyðu gífurlegu tjóni og miska.

Áður en þátturinn kom út var sent erindi á RÚV vegna fyrirhugaðrar birtingar þar sem minnt var á að Gyða Dröfn hafi farið fram á að fá að veita endanlegt samþykki fyrir birtingu, sem hún hafi ekki veitt.

Einnig var tekið fram að brýnt hefði verið fyrir Jóni Ársæli að fylgja reglum og hafi slíkt ekki verið gert í þessu tilviki. Því var óskað eftir að þátturinn yrði ekki birt. Gyða hafði ennfremur ekki veitt samþykki fyrir myndartöku. Samt var viðtalið birt. „Sem er að mati stefnanda fordæmalaust og hefur valdið henni ómældu tjóni og miska“

„Samkvæmt því hefði stefndu átt að vera ljóst að háttsemi þeirra myndi valda stefnda skaða,“ sagði lögmaður Gyðu. Í viðtalinu hafi verið mikið magn upplýsinga sem lagalega teljist sem viðkvæmar persónuupplýsingar.

Vildi segja sögu hennar

Lögmaður Jóns Ársæls tók fram að Jón Ársæll hafi tekið viðtalið í góðri trú, og engar annarlegar hvatir hafi legið þar að baki. „Í góðri trú og tók viðtölin með samþykki stefnanda og bendir á að það labbar enginn inn í fangelsi með myndavélamann, eða inn í fangelsi bara, nema með sérstöku samþykki. Svo viðtölin voru tekin með samþykki þó það hafi síðar verið afturkallað. Stefnandi vill einnig taka fram að hann lét engin gildishlaðin ummæli falla um stefnanda“

Jón hafi einfaldlega viljað segja sögu Gyðu Drafnar. Hins vegar eru bæði Jón Ársæll og RÚV sammála því að sá tölvupóstur sem barst á föstudeginum fyrir birtingu hefði átt að leiða til þess að hætt yrði við birtingu. Því hefðu báðir aðilar fallist á bótaskyldu. Þau krefjast þess hins vegar að þær verði lægri en kröfur Gyðu hljóða upp á.

„Þessi póstur sem barst svo, rúmlega fimm á föstudegi áður en þátturinn var sýndur. Stefndi fellst á það að það hefði þá að fjarlægja hann af dagskránni og því viðurkennir hann í raun bótaskylduna og því ekki tekist á um bótagrundvöllinn.“

Jón Ársæll féllst hins vegar ekki á að hafa brotið gegn persónuverndarlögum eða siðareglum blaðamanna. Lögmaður Gyðu Drafnar sagði háttsemi Jóns Ársæls og RÚV í máli þessu hafa falið í sér gífurlegt skeytingarleysi í garð Gyðu og valdið henni miklu tjóni og miska.

Að loknum málfutningi var málið svo tekið í dóm og má vænta niðurstöðu á næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“