Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus er byrjaður að læra ensku af fullum krafti. Ástæðan er sú að Allegri vill þjálfa á Englandi.
Erlendir miðlar segja að Allegri hafi mikinn áhuga á starfinu hjá Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær er undir pressu eftir slæma byrjuna á þessu tímabili, Allegri hefur náð miklum árangri.
Allegri var afar farsæll í starfi hjá Juventus en lét af störfum síðasta sumar.
Allegri vann Seriu A fimm ár í röð og gæti komið til greina á Old Trafford ef Solskjær fer ekki að hysja upp um sig buxurnar.