fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fókus

Rainn Wilson á Íslandi – Bað fagmann um ráð: „Maður lifandi, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 1. október 2019 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson, sem margir hverjir þekkja úr sjónvarpsþáttunum The Office, kíkti til Íslands á dögunum og vinnur að ferðaþáttum sem fjalla um loftslagsmál víða um heiminn. Wilson var einnig staddur á Íslandi í sumar við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ráðherrann.

Einar Þór Gústafsson, einn stofnandi Getlocal, birti nokkrar myndir á samfélagsmiðlum sínum þar sem leikarinn sést ræða við ýmsa krakka um loftslagsbreytingar.

Stjörnustjarfur Stefán

Stefán Atli Rúnarsson, annar helmingur afþreyingarmiðilsins Ice Cold, hitti á leikarann á Reykjavíkurflugvelli rétt áður en ferðinni var heitið á næsta áfangastað og segir Stefán hittinginn hafa verið afar minnisstæðan. „Ég stamaði eitthvað þegar ég reyndi að tala við hann. Ég hef aðeins einu sinni áður á ævinni verið „starstruck“ og þetta var seinna skiptið. Hitt skiptið var þegar ég var unglingur og hitti á Tiny úr hljómsveitinni Quarashi,“ segir Stefán í samtali við Fókus.

„Þegar ég spyr hvað hann er að gera hérna á landinu, dregur hann upp myndavél og segist vera að „vlogga.“ Hann byrjar að taka mig upp á vélina í miðju spjalli og var voða hress. Ég spyr hann að sjálfsögðu hvort ég megi fá sjálfu með honum og hann vildi endilega ná því á upptöku. “

Stefán heldur áfram: „Hann spurði mig hvað ég gerði og ég sagðist vera með eina stærstu „vlog“ YouTube-síðu á Íslandi. Þá spyr hann mig hvort ég sé með einhver ráð til að „vlogga“ en það sem er í rauninni fyndnara er að kvöldið áður ákvað ég að horfa aftur á The Office og hugsaði þá með mér: „sjitt, hvað þetta eru góðir þættir.““

Eftir Íslandsstoppið hélt Wilson til Grænlands en leikarinn birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann stóð á öndinni yfir landslaginu þar:

„Maður lifandi, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Wilson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn