Paul Pogba, miðjumaður Manchester United er umdeildur hjá félaginu en hann er ekki allra. Hann hefur viljað fara frá félaginu.
Ensk blöð segja hins vegar að Pogba sé að reyna að berja leikmannahóp Manchester United saman.
Þannig er hann sagður hafa kallað til fundar á æfingasvæði félagsins, hann vil reyna að fá menn til að trúa á verkefnið. Koma liðinu af stað á þessu tímbili
United hefur byrjað tímabilið illa en Pogba vonast til þess að geta kveikt líf í tímabilinu með sigri gegn Arsenal í kvöld.
Ekki er öruggt að Pogba verði með United í kvöld en hann er tæpur vegna meiðsla. ,,Pogba hefur verið í góðu stuði undanfarið og stendur með Ole Gunnar Solskjær, hann reynir að fá strákana til að trúa á verkefnið,“ sagði heimildarmaður Daily Mail um málið.