fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Matur

Pönnukökur á þrjá vegu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 13. október 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er haustið komið og þá er gott að gera sér glaðan dag með pönnukökum – bakkelsi sem klikkar aldrei. Hér eru þrjár mismunandi pönnukökuuppskriftir sem eru allar dásamlegar.

Franskar crepes með eplafyllingu

Crepes – Hráefni:

2 bollar mjólk
1 1/3 bollar hveiti
1 egg
1 msk. olía
1/2 tsk. lyftiduft
2 msk. sykur

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum saman og þeytið þar til blandan er kekkjalaus. Setjið pönnu á hellu við háan hita og spreyið bökunarspreyi á hana. Þegar pannan er orðin mjög heit hellið þið smá af deiginu á hana og dreifið því jafnt yfir pönnuna. Deigið á bara rétt að hylja pönnuna því pönnukökurnar eiga að vera mjög þunnar. Steikið kökurnar í 1–3 mínútur á annarri hliðinni og um mínútu á hinni hliðinni.

Fylling – Hráefni:

3 stór epli, afhýdd og skorin í litla bita
3 msk. púðursykur
1 tsk. kanill

Aðferð:

Setjið öll hráefni í skál og blandið vel saman. Leyfið þessu að standa í 20 mínútur. Það er gott að undirbúa fyllinguna og steikja síðan pönnukökurnar á meðan hún stendur. Setjið blönduna í pönnu og hitið yfir meðalhita þar til eplin verða mjúk, eða í 3–5 mínútur. Setjið eplafyllingu í miðjuna á hverri pönnuköku og lokið kökunum. Þessar eru miklu betri ef bæði pönnukaka og fylling er heit þegar þær eru bornar fram.

Lostæti Franskar crepes. Mynd: Sunna Gautadóttir

Amerískar pönnukökur

Hráefni:

2 bollar hveiti
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/4 bolli sykur
1 tsk. salt
2 bollar súrmjólk
2 stór egg
1/4 bolli brætt smjör
1/2 bolli súkkulaðibitar (má sleppa)

Aðferð:

Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda, sykri og salti saman í skál og búið til holu í miðjunni. Blandið súrmjólk, eggjum og smjöri saman í skál og hellið í holuna. Gott er að þeyta deigið í leiðinni þar til það er slétt og fellt – algjörlega kekkjalaust. Blandið súkkulaðibitum varlega saman við með sleif eða sleikju. Hitið pönnu yfir meðalhita og spreyið bökunarspreyi á hana. Hellið smá deigi á pönnuna og steikið í 2–3 mínútur á hvorri hlið. Það er algjörlega sturlað að bera þessar fram volgar með smjöri og hlynsírópi.

Löðrandi í sírópi Amerískar pönnukökur. Mynd: Sunna Gautadóttir

Íslenskar pönnukökur

Hráefni:

2 bollar hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. sjávarsalt
1/2 bolli volgt kaffi
3 egg
1–2 tsk. vanilludropar
3–5 bollar mjólk
50 g brætt smjör
sykur
þeyttur rjómi
sulta

Aðferð:

Blandið hveiti, matarsóda, sjávarsalti, kaffi, eggjum, vanilludropum og 3 bollum af mjólk vel saman. Hér er lykilatriði að þeyta, þeyta, þeyta. Bræðið smjörið á pönnukökupönnunni yfir háum hita og þeytið saman við. Þeytið síðan 1–2 bollum af mjólk saman við. Deigið á að vera mjög þunnt en seigt. Skellið smá deigi á pönnuna og snúið pönnunni um þar til hún er öll hulin. Hér gildir sama og um þær frönsku – pönnukökurnar eiga að vera næfurþunnar. Steikið pönnukökurnar í um 1/2–1 mínútu á hvorri hlið og skellið síðan á disk og sykrið. Síðan er það matsatriði hvort þið borðið þær bara sykraðar eða með sultu og rjóma. Mér finnst þær bestar bara sykraðar. Vel sykraðar.

Þessar gömlu góðu Íslenskar pönnukökur. Mynd: Sunna Gautadóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum