Nú er haustið komið og þá er gott að gera sér glaðan dag með pönnukökum – bakkelsi sem klikkar aldrei. Hér eru þrjár mismunandi pönnukökuuppskriftir sem eru allar dásamlegar.
Crepes – Hráefni:
2 bollar mjólk
1 1/3 bollar hveiti
1 egg
1 msk. olía
1/2 tsk. lyftiduft
2 msk. sykur
Aðferð:
Blandið öllum hráefnum saman og þeytið þar til blandan er kekkjalaus. Setjið pönnu á hellu við háan hita og spreyið bökunarspreyi á hana. Þegar pannan er orðin mjög heit hellið þið smá af deiginu á hana og dreifið því jafnt yfir pönnuna. Deigið á bara rétt að hylja pönnuna því pönnukökurnar eiga að vera mjög þunnar. Steikið kökurnar í 1–3 mínútur á annarri hliðinni og um mínútu á hinni hliðinni.
Fylling – Hráefni:
3 stór epli, afhýdd og skorin í litla bita
3 msk. púðursykur
1 tsk. kanill
Aðferð:
Setjið öll hráefni í skál og blandið vel saman. Leyfið þessu að standa í 20 mínútur. Það er gott að undirbúa fyllinguna og steikja síðan pönnukökurnar á meðan hún stendur. Setjið blönduna í pönnu og hitið yfir meðalhita þar til eplin verða mjúk, eða í 3–5 mínútur. Setjið eplafyllingu í miðjuna á hverri pönnuköku og lokið kökunum. Þessar eru miklu betri ef bæði pönnukaka og fylling er heit þegar þær eru bornar fram.
Hráefni:
2 bollar hveiti
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/4 bolli sykur
1 tsk. salt
2 bollar súrmjólk
2 stór egg
1/4 bolli brætt smjör
1/2 bolli súkkulaðibitar (má sleppa)
Aðferð:
Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda, sykri og salti saman í skál og búið til holu í miðjunni. Blandið súrmjólk, eggjum og smjöri saman í skál og hellið í holuna. Gott er að þeyta deigið í leiðinni þar til það er slétt og fellt – algjörlega kekkjalaust. Blandið súkkulaðibitum varlega saman við með sleif eða sleikju. Hitið pönnu yfir meðalhita og spreyið bökunarspreyi á hana. Hellið smá deigi á pönnuna og steikið í 2–3 mínútur á hvorri hlið. Það er algjörlega sturlað að bera þessar fram volgar með smjöri og hlynsírópi.
Hráefni:
2 bollar hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. sjávarsalt
1/2 bolli volgt kaffi
3 egg
1–2 tsk. vanilludropar
3–5 bollar mjólk
50 g brætt smjör
sykur
þeyttur rjómi
sulta
Aðferð:
Blandið hveiti, matarsóda, sjávarsalti, kaffi, eggjum, vanilludropum og 3 bollum af mjólk vel saman. Hér er lykilatriði að þeyta, þeyta, þeyta. Bræðið smjörið á pönnukökupönnunni yfir háum hita og þeytið saman við. Þeytið síðan 1–2 bollum af mjólk saman við. Deigið á að vera mjög þunnt en seigt. Skellið smá deigi á pönnuna og snúið pönnunni um þar til hún er öll hulin. Hér gildir sama og um þær frönsku – pönnukökurnar eiga að vera næfurþunnar. Steikið pönnukökurnar í um 1/2–1 mínútu á hvorri hlið og skellið síðan á disk og sykrið. Síðan er það matsatriði hvort þið borðið þær bara sykraðar eða með sultu og rjóma. Mér finnst þær bestar bara sykraðar. Vel sykraðar.