Leikmenn Manchester United reyna að þétta raðirnar til að ná betri árangri. Eftir leik liðsins gegn Rochdale á miðvikudag, þá bauð David De Gea leikmönnum liðsins út að borða.
De Gea bauð öllum hópnum út að borða á stað sem Juan Mata, liðsfélagi hans á í borginni.
De Gea borgaði reikninginn eftir að Manchester United komst áfram í deildarbikarnum, með naumindum.
Aðeins tíu leikmenn létu sjá sig en það vakti athygli að stjörnur liðsins, eins og Marcos Rojo, Sergio Romero, Ashley Young, Paul Pogba, Phil Jones og Harry Maguire mættu ekki.
De Gea og Mata hafa ákveðið að reyna að fá hópinn saman einu sinni í mánuði, þá verður farið út að borða, grín og glens.
De Gea átti í litlum vandræðum með að borga reikninginn enda gerði hann nýjan samning á dögunum, hann þénar í dag 375 þúsund pund á viku.