fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025

Hafdís gjörbreytti heimilinu án þess að kaupa ný húsgögn og innréttingar – Svona fór hún að því

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 27. september 2019 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafdísi Hilmarsdóttur kennara tókst að gjörbreyta heimili sínu á mjög einfaldan hátt. Hún lét plasta innréttingar og hurðar heima hjá sér sem eru úr eik.

„Þær voru orðnar mjög appelsínugular og það var farið að pirra okkur,“ segir hún.

„Í dag líður okkur eins og við séum flutt í nýja íbúð. Þvílík breyting. Mér var hætt að finnast eins gaman að gera fínt heima hjá mér. En núna er það allt annað,“ segir Hafdís.

Eldhúsið fyrir.
Eldhúsið eftir.

Hafdís valdi liti út frá borðplötunni og flísunum í eldhúsinu.

„Ég var að reyna að nota borðplötuna sem var grá og flísarnar, var svolítið bundin af því. Ég er rosalega sátt með útkommuna. Það birti til inn í skápunum. Þetta er ótrúlega flott og ótrúlega vel unnið,“ segir hún.

Hafdís segist mæla eindregið með fyrirtækinu Húsaföt. „Þvílíkir snillingar og fagmenn. Það var unun að horfa á þá vinna, allt stóðst hundrað prósent,“ segir hún.

„Mér skilst svo að það sé hægt að fjarlægja filmurnar með sérstökum blásara án þess að hurðarnar eða innréttingarnar skemmist.“

Hurðar fyrir.
Hurðar fyrir.
Hurðar eftir.
Hurðar eftir.

Hafdís vill undirstrika kosti þess að plasta frekar en að kaupa nýjar innréttingar þegar fólk vill gera upp heimili sín.

„Þetta er umhverfisvæn og góð leið til að breyta heima hjá sér. Kostar alveg helming af nýju eldhúsi með efni og vinnu. Ég held að þetta sé það sem koma skal, að við þurfum að nota hlutina betur,“ segir hún.

Sjáðu fleiri myndir hér að neðan.

Hafdís lét einnig plasta inn í skápunum.
Hafdís lét einnig plasta inn í skápunum.
Hún lét einnig plasta gluggahilluna inn í stofu. Mynd fyrir.
Gluggahillan eftir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

„Mjög mikil óþægindi“ – Feneyjabúar ekki sammála um hvort brúðkaup Jeff Bezos eigi að fara fram í borginni

„Mjög mikil óþægindi“ – Feneyjabúar ekki sammála um hvort brúðkaup Jeff Bezos eigi að fara fram í borginni
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt

Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.