fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Líf Steinunn: „Darri var búinn að vera mikið veikur allt haustið en læknarnir fundu aldrei neitt“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 7. júní 2017 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darri sonur Líf Steinunnar Lárusdóttur greindist með sjaldgæfa tegund af hvítblæði í byrjun janúar þegar hann var tæplega eins árs.

Líf Steinunn og Darri.

„Darri var búinn að vera mikið veikur allt haustið en læknarnir fundu aldrei neitt að honum,“ sagði Líf í samtali við Bleikt.

„Hann var í viku á spítala í október í alls konar rannsóknum en eina sem læknarnir gátu sagt okkur var að hann væri með allt of fá hvít blóðkorn.“

Þeim var þá sagt að passa rosalega vel upp á Darra þar sem hann var ekki með neinar varnir í líkamanum. Í desember fór Darra versnandi og var farinn að þrútna í kringum augun og fá einkennilegar kúlur á höfuðið. Hann var lagður inn á spítala þann 4. janúar fárveikur og var í viku í rannsóknum.

„Svo var hann sendur í sneiðmyndatöku eftir viku og þurfti þá að svæfa hann. Læknarnir þurftu að hætta í miðri myndatöku þar sem Darri höndlaði illa svæfinguna og var settur í öndunarvél og beint á gjörgæslu nær dauða en lífi. Daginn eftir fengum við greininguna. Aml hvítblæði og Darri var allur æxlaður á höfðinu og með tvö stór æxli við mænu og heila.“

Darri var haldið sofandi í öndunarvél í mánuð á gjörgæslunni. „Eftir þetta er hann búinn að ganga í gegnum rosalega erfiðan tíma með alls konar uppákomur en Darri er algjör hetja og stendur sig ótrúlega vel,“ segir Líf Steinunn.

Líf setti inn færslu í Facebook hópinn „Gefins, allt gefins“ þar sem hún óskar eftir burðarpokum og þroskaleikföngum fyrir Darra en honum vantar einnig ýmsilegt annað. Færslan hefur vakið mikla athygli og margir hafa boðið fram aðstoð sína.  Ef þú vilt koma einhverju til Darra þá er hægt er að hafa samband við Líf Steinunni í gegnum Facebook.

Fyrir þau sem vilja styrkja Darra og baráttuna hans við krabbamein geta lagt inn á reikning: 536-26-8389, kennitala: 130384-8389.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf alltaf að vera vín?

Þarf alltaf að vera vín?