fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ari segir Atla Rafn segja satt – Atli rassskelltur með blómvendi – „Hún sem lét Atla líða óþægilega, ekki öfugt“

Tómas Valgeirsson, Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 26. september 2019 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðssonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur borgarleikhússtjóra fyrr í dag fullyrti Atli að eina MeToo-sagan um hann sem kannaðist við hafi verið „lygasaga dóttur áhrifamanns.“

Sjá einnig: MeToo-saga Atla Rafns loksins afhjúpuð – Segir hana lygasögu dóttur áhrifamanns – „Leikstjórinn vildi helst stefna stúlkunni“

Atli Rafn segir að sagan hafi varðað atvik sem átti sér stað þegar hann lék í senu í kvikmynd með tveimur ungum leikkonum. „Senan lýsir einhvers konar kynferðislegum athöfnum, við erum á nærfötum og erum að drekka.“ Leikstjórinn vildi hafa alvöru áfengi við hönd, en þá kom á daginn að önnur stúlkan átti við áfengisvandamál að stríða. „Allir sýndu því fullt tillit og það var hellt upp á sódavatn fyrir hana,“ sagði Atli fyrr í dag.

Leikstjórinn styður Atla

Umrædd mynd er Undir halastjörnu eða Mihkel. Í samtali við DV segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri myndarinnar, að lýsing Atla Rafn sé sönn. „Hún birtir þessa afbakaða sögu í MeToo-umræðuhópnum um að hún hefði verið ráðin til þess að vera stúlka á bar en hafi síðan endað í hópkynlífssenu í mynd úti á landi. Við erum þarna 40 manns á setti og hún lýgur að þeim öllum,“ segir Ari Alexander.

Hann segir að myndin hafi verið tekin upp í öðru andrúmslofti en í dag. „Þeir, í myndinni, fara á fyllerí og lenda á kvennafari. Atli/Jónas í myndinni reynir við tvær dömur á veitingastað og býður þeim síðan upp á hótelherbergi. Við skjótum þessa mynd í desember 2016. Atli/karakterinn býður dömunum upp á hótelherbergi þar sem þær eru að snúsa kók og drekka kampavín. Samkvæmt handritinu þá klæða þær sig úr hverri spjör og eru dansandi uppi í rúmi. Hugmyndin á bak við þessa senu er blómvöndur sem er notaður til að rassskella Atla. Þá er senan búin. Það var ekkert kynlíf eða neitt slíkt í senunni og sú sena var þannig í handritinu síðan 2008,“ segir Ari.

Hefði verið rekinn

Eitt sem Ari nefnir sem dæmi um að umrædd kona hafi ekki sagt fyllilega rétt frá er að senan var tekin að morgni en ekki að kvöldi. „Það sem gerist er að stúlkan er ráðin í þetta hlutverk. Stúlkan segir að tökurnar hafi átt sér stað að kvöldi til og leikarinn hafi verið fullur. Staðreyndin er sú að það hefur kannski viðgengist fyrir tuttugu árum að einhver var í glasi á setti, en ef einhver er fullur á tökustað í dag er sú manneskja einfaldlega rekin, og ofan á það var senan tekin upp klukkan tíu að morgni til,“ segir Ari.

Hann telur að þetta hafi haft neikvæð áhrif á kvikmyndina. „Listasviðið er svo lítið á Íslandi og við vitum allt um alla. Allt í einu eru komnar einhverjar svakalegar MeToo-sögur um Atla sem eru hreinlega bara lygar.

Hafði þetta áhrif á aðsókn myndarinnar?

Já,“ segir Ari.

Sjálf ágeng

Ari segist hneykslaður á sögu konunnar. „Ari Matt hélt einu sinni starfsmannafund um Atla, þar sem hann bað alla um að koma og tala við sig prívat og persónulega ef eitthvað slæmt væri í gangi varðandi Atla. Það kom ekki neitt upp úr því. Þessi lygi er svo ofboðslegt ofbeldi gagnvart okkur, þessum 40 manns sem voru þarna á tökustað,“ lýsir Ari.

Hann segir að umrædd kona hafi sjálf verið ágeng þennan dag. „Stúlkan var svo ágeng sjálf á tökudeginum. Hún er þarna komin í einhver undirföt og leikur sér sjálf að því að stökkva á mótleikkonu sína. Fyrstu viðbrögð mín voru einfaldlega þannig að ég fór bara að hlæja. Það heyrist í hrátökunum að það voru allir skellihlæjandi þarna og engin merki um neitt alvarlegra. Raunin var sú að það er hún sem lét Atla líða óþægilega, ekki öfugt.“

Ætlar í mál

Ari fullyrðir að hann ætli að fara í meiðyrðamál við konuna. Hann hafi ætlað sér það fyrir nokkru síðan en hætt við. Nú þegar málið er aftur komið í hámæli þá stefnir hann á það. „Svo segir stúlkan í sögunni að það hafi verið fyllerí alla nóttina eftir tökuna, sem er bara alls ekki rétt. Þetta er mjög alvarlegt mál. Það var ekkert áfengi á setti. Við vorum með eina kampavínsflösku sem við þurftum að poppa í einu skoti en síðan skiptum við út drykkjunum fyrir sætan drykk,“ segir Ari og bætir við:

„Þetta er svo mikil lygi, svo mikill óheiðarleiki. Truenorth vildi ekkert gera, því þeir vildu ekki „rugga bátnum“ – en rugga hvaða bát?“

Sjá einnig: MeToo-saga Atla Rafns loksins afhjúpuð – Segir hana lygasögu dóttur áhrifamanns – „Leikstjórinn vildi helst stefna stúlkunni“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar