fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Kristín segir fjóra starfsmenn hafa kvartað undan Atla Rafni

Erla Dóra Magnúsdóttir, Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 26. september 2019 12:03

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur borgarleikhússtjóri fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Atli fer meðal annars fram á 10 milljónir í skaðabætur fyrir brottvikningu úr starfi hjá Leikfélagi Reykjavíkur í desember 2017 í kjölfar fjölda ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi.

Hér má lesa um afstöðu Atla Rafns.

Kristín Eysteinsdóttir leikshússtjóri gaf skýrslu á eftir Atla. Hún greindi frá því að hún hafi eftir bestu getu reynt að veita Atla Rafni allar þær upplýsingar sem henni var fært að veita, en slíkt hafi verið takmarkað vegna þagnar- og trúnaðarskyldu við þá þolendur sem til hennar höfðu leitað.

„Svona frá 1. desember árið 2017 fram yfir miðjan desember 2017 þá berast mér sjö tilkynningar varðandi sex atvik um kynferðislegt áreiti og kynferðisofbeldi og þessar kvartanir og tilkynningar koma frá ólíkum aðilum, ótengdum aðilum, sem allir tilkynna milliliðalaust til mín. Þetta leiddi til þess að við ákváðum að segja Atla Rafni upp störfum,“ sagði Kristín.

Fjórir í húsinu

Sumir aðilanna leituðu fyrst til trúnaðarmanns en Kristín fundaði þó með hverjum þeirra sjálf og heyrði söguna frá þeim beint. „Það voru þarna fjórir einstaklingar sem starfa í húsinu á þessum tíma sem lýsa því að þeir upplifi mikinn ótta og vanlíðan og kvíða við það að mæta í vinnuna og mér ber skylda til þess sem stjórnandi að taka þetta alvarlega og tryggja öruggt vinnuumhverfi. Að starfsfólki líði vel á vinnustaðnum og í ljósi þessa var þessi ákvörðun tekin,“ sagði Kristín.

Kristín segir að sumar tilkynningarnar hafi varðað atvik sem áttu sér stað á vinnutíma, önnur tilvik hafi átt sér stað utan hússins. Viðbrögð Kristínar hafi verið að slíkar kvartanir bæri að taka alvarlega. „Við tókum þetta mjög alvarlega,“ segir Kristín.

Ætlaði fyrst bara að tala við Atla

Hún segir að fyrst hafi hún einungis ætlað að ræða við Atla. „Þegar fyrsti einstaklingurinn kemur til mín, þá var ég í rauninni bara að spá í að taka starfsmannasamtal við Atla og var ekki farin að íhuga uppsögn,“ sagði hún.

Síðan hafi ásakanirnar orðið fleiri og þá hafi staðan orðið önnur. Við undirbúning fundarins við Atla Rafn leitaði Kristín til Attendus eftir lögfræðiaðstoð og ráðgjafar mannauðsstjóra. Einnig leitaði hún til Stígamóta og sálfræðings. „Eins og ég talaði um, þá var það þessi fjöldi kvartana og við reyndum að skoða heildarhagsmunina, heildarhagsmuni leikhússins og starfsfólks. Þær leita til mín í trúnaði og forsendur samtalsins eru þær,“ sagði Kristín.

Fundaði á laugardegi Atla vegna

Hún segir að það hafi verið ástæða fyrir því að Atli var boðaður á fund á laugardegi. „Við boðuðum hann til okkar á laugardegi og ákvæðum að hitta hann um helgi þar sem það var ekkert starfsfólk í húsinu. Við vorum líka að hugsa um að þetta yrði ekki erfiðara en þetta þyrfti að vera fyrir hann. Hann kemur og hittir mig og þáverandi framkvæmdastjóra leikfélagsins,“ sagði Kristín og heldur áfram:

„Ég segi honum að okkur hafi borist tilkynningar um kynferðislegt áreiti og ofbeldi sem okkur beri að taka alvarlega og í ljósi þessa atvika, fjölda og umfangs þá þurfum við að segja honum upp störfum,“ sagði Kristín.

Atli kom af fjöllum

Kristín sagði að Atli hafi verið hissa. „Hann kom algjörlega af fjöllum. Og sagði tvívegis á fundinum að hann hefði aldrei á ævi sinni áreitt nokkra manneskju kynferðislega. Kannski líka gott að taka fram að við reyndum að veita honum eins miklar upplýsingar og okkur var unnt, hann spurði um fjölda tilkynninga og hvaða mál,“ sagði Kristín.

Hún segist hafa reynt það. „Við sögðum honum hvers eðlis. Við reyndum allan tímann að veita honum eins miklar upplýsingar og við gátum án þess að brjóta þann trúnað sem við hefðum við. Þetta væru allt einstaklingar sem hefðu komið til mín eða trúnaðarmanna,“ sagði Kristín.

Varðandi uppsögnina þá hafi Kristín metið hana lögmæta. Hún hafi gætt að uppsagnarfresti og kjarasamningsbundnum rétti Atla Rafns og gætt þess að tjá sig ekki um málið opinberlega. „Já, við erum í rauninni að segja honum upp með lögmætum hætti með þriggja mánaða uppsagnarfresti og við segjum honum upp því við erum að horfa á heildarhagsmuni Borgarleikhússins.“

Sjá einnig: Metoo-saga Atla Rafns loksins afhjúpuð – Segir hana lygasögu dóttur áhrifamanns:
„Leikstjórinn vildi helst stefna stúlkunni”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör