fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fréttir

Sveinn Gestur og Jón Trausti bera fyrir sig að þeir hafi verið að sækja garðverkfæri

Jón Trausti Lúthersson sagður hafa hvatt Svein Gest áfram

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Gestur Tryggvason og Jón Trausti Lúthersson neita því að hafa ráðist á Arnar Jónsson Aspar. Þeir segja að þeir hafi einungis verið að sækja garðverkfæri til Arnars og þá hafi hann að ástæðulausu ráðist að þeim vopnaður kústskafti. Þeir segja að Arnar hafi svo veist að þeim með járnröri og því hafi þeir séð sig knúna að verja sig.

Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Sveins Gest sem var staðfestur í gær af Hæstarétti. Líkt og hefur komið fram var Jóni Trausta sleppt úr haldi í gær meðan Sveinn Gestur skal sæta gæsluvarðhaldi til 21. júlí.

Framburður vitna af manndrápinu samræmist ekki þessari lýsingu þeirra um málsatvik umrætt kvöld í Mosfellsbæ. Snapchat-upptökur bendi fremur til þess að þeir hafi ráðist að tilefnislausu á Arnar, líkt og lögreglustjóri telur. Samkvæmt vitnum þá kom til átaka áður en Arnar sótti kúst til að verja sig. Vitni sögðu enn fremur að Arnar hafi svo sótt járnrör og hafi hlaupið í átt að bíl sem að Sveinn Gestur og Jón Trausti voru í.

Þá hafi Jón Trausti tekið rörið af Arnari svo hann féll í jörðina og meðan Sveinn Gestur hélt honum á maganum, sló hann ítrekað í andlitið og hélt honum í hálstaki sem samkvæmt lýsingu vitna hafi varað í umtalsverðan tíma. Samkvæmt vitnum fylgdist Jón Trausti með þessu og hvatti Svein Gest áfram.

Samkvæmt bráðabrigðarniðurstöðu krufningar er talið að andlát Arnars megi rekja til hálstaksins. Það sé aðalþátturinn í andláti Arnars og því sé Jón Trausti laus úr haldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Adam Ægir á heimleið
Fréttir
Í gær

Sigrún lýsir margra ára ofbeldissambandi – „Ekki tala um mig sem eitthvað grey. Það er hann sem er grey, ekki ég“

Sigrún lýsir margra ára ofbeldissambandi – „Ekki tala um mig sem eitthvað grey. Það er hann sem er grey, ekki ég“
Fréttir
Í gær

Íslendingar reiðir vegna skipunar bandaríska sendiráðsins – „Kæri Trump, Trodduðí. kveðja, Ísland“

Íslendingar reiðir vegna skipunar bandaríska sendiráðsins – „Kæri Trump, Trodduðí. kveðja, Ísland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt eltihrellismál á Reykjanesi – Ung kona sökuð um umsáturseinelti gagnvart lögreglufólki – „KARMA‘S A Bitch STAY SAFE“

Nýtt eltihrellismál á Reykjanesi – Ung kona sökuð um umsáturseinelti gagnvart lögreglufólki – „KARMA‘S A Bitch STAY SAFE“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi Isavia hafa gróflega vegið að starfsheiðri sínum og æru

Taldi Isavia hafa gróflega vegið að starfsheiðri sínum og æru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu