Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal hefur ekki verið í starfi í rúmt ár en útilokar ekki endurkomu.
Hann segir að það gæti verið draumastarf fyrir sig að taka við Manchester United, pressa er byrjuð að myndast á Ole Gunnar Solskjær.
United hefur verið í klessu frá 2013, þegar Sir Alex Ferguson lagði niður störf. United er á sínum fjórða stjóra síðan þá
,,Manchester United er draumastarf fyrir hvaða þjálfara sem er, ég hef sjálfstraust. Ég hef kjark og það er rétt, ég hef hugmyndir,“ sagði Wenger.
Wenger telur að United sé ekki langt frá því að berjast um titla, til þess þurfi fjóra sterka menn.
,,Að mínu viti þarf félagið fjóra byrjunarliðsmenn, í kringum þá menn sé ég hóp sem er klár í að berjast um titla. United er ekki jafn langt frá þessu og fólk heldur.“