fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Vilja endurreisa verkalýðshreyfinguna undir nýrri forystu: Vor í Verkó

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 27. janúar 2018 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd/DV

Áhugafólk um endurreisn verkalýðshreyfingarinnar heldur baráttu og samstöðufund á morgun, í samvinnu við fólk úr grasrót Eflingar – stéttarfélags sem ætlar að bjóða fram lista í stjórnarkjöri félagsins. Formannsefni listans er Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla, en aðrir frambjóðendur til stjórnar verða kynntir á fundinum. Yfirskrift fundarins er: Vor í Verkó.

Í fundarboði segir:
Endurreisum verkalýðshreyfinguna undir nýrri forystu! Verkafólk, kjósum forystu sem talar máli félagsmanna! Kjósum forystu sem mun berjast fyrir hagsmunum launafólks og almennings! Veljum okkur forystu sem mun endurreisa verkalýðshreyfinguna sem öflugt baráttutæki launafólks fyrir frelsi, réttlæti, jöfnuði og virðingu fyrir öllu launafólki!
Auk Sólveigar Önnu mun Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ávarpa fundinn og ræða nauðsynlegar breytingar á forystu verkalýðshreyfingarinnar. Fundarstjóri verður Ellen Kristjánsdóttir söngkona og mun hún og vinir hennar syngja og leika á fundinum.
Áhugafólk um verkalýðsbaráttu er hvatt til að mæta en sérstaklega félagar í Eflingu og VR, en stjórnarkjör eru fram undan í þeim félögum. Á fundinum munu liggja frammi meðmælendalistar til undirskriftar fyrir þá sem vilja styðja framboð Sólveigar Önnu og annarra til stjórnar Eflingar.
Fundurinn er haldinn sunnudaginn 28. janúar kl. 14:00 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur