fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg leysir ráðgátuna um rykföllnu bílana: „Notagildið er ekki meira en þetta”

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. september 2019 18:36

Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, birti í dag mynd af rykföllnum bíl í almennu bílastæðahúsi í Bryggjuhverfi. Íbúar segja bílana hafa verið þar í á annað ár, en svörin frá Reykjavíkurborg tilgreina aðeins „nokkra mánuði“.

Sjá einnig: Yfirgefnir og rykfallnir bílar Reykjavíkurborgar valda íbúum óþægindum

Vigdís sagði við Eyjuna að þetta væri dæmi um óstjórnina sem ríkti í rekstri Reykjavíkurborgar, en tveir bílar eru á staðnum og virðast hafa verið óhreyfðir í langan tíma:

„Ég veit ekki hvað er í gangi hjá Reykjavíkurborg, þar sem það vantar pening út um allt og hvers vegna þessir bílar voru í fyrsta lagi keyptir þar sem notagildið er ekki meira en þetta,“ sagði Vigdís sem hyggst spyrja út í málið á fundi borgarráðs á fimmtudag.

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, svarar fyrirspurn Eyjunnar og segir það staðfest að þrír séu komnir í leigu hjá umhverfis- og skipulagssviði. Einnig kveðst hann hafa þær í upplýsingar að bílarnir hafi aðeins verið þarna í nokkra mánuði.

„Fjórir þeirra ganga fyrir metani en einn fyrir dísel. Borgin á nokkurn fjölda bíla sem hún leigir sviðum borgarinnar. Þegar notkun sviðanna á bílunum dróst saman voru nokkrir þeirra seldir í gegnum bílasölur, en metið sem svo að geyma nýjustu bílana um stund til að nota innan kerfis,” segir Bjarni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“