DV hefur tekið saman 5 dýrustu húsin í Garðabæ en þau kosta öll yfir 100 milljónir króna og eru öll yfir 200 fermetrar að stærð. Hér fyrir neðan má sjá húsin ásamt myndum og lýsingu á því helsta sem einkennir húsin.
Húsið er byggt árið 2005 en það er 207,3 fermetrar að stærð. Í húsinu eru 5 herbergi, 2 baðherbergi, 3 svefnherbergi auk þess sem það inniheldur marga innganga.
Inngengt er á annað baðherbergið frá hjónaherbergi. Þar eru flísar á gólfi og marmari á veggjunum. Í baðherberginu er baðkar, upphengt salerni, og handklæðaofn.
Húsið er 263 fermetrar að stærð en í húsinu eru 6 herbergi, 2 baðherbergi og 4 svefnherbergi. Stofan er stór og opin, parketlögð með mikilli lofthæð og innfelldri lýsingu.
Húsið er byggt árið 1994 og er 239,2 fermetrar að stærð. Í húsinu eru 7 herbergi, 2 baðherbergi og 5 svefnherbergi en auk þess er stór garður fyrir aftan húsið
Gólfið í húsinu er mest allt parketlagt en flísar eru þó í eldhúsinu, bílskúrnum og á baðherberginu.
Húsið er byggt árið 2005 og er 239,3 fermetrar að stærð. Í húsinu eru 6 herbergi, 2 baðherbergi og 4 svefnherbergi. Bæði baðherbergin innhalda innréttingu með marmara.
Heitur pottur er á þaksvölum hússins en svalirnar eru hellulagðar og um 50 fermetrar að stærð.
Afar rúmgóð stofa er í húsinu en eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá er mjög hátt til lofts í stofunni.
Húsið er byggt árið 2000 og er hvorki meira né minna en 375,4 fermetrar að stærð. Í húsinu eru 7 herbergi, 4 baðherbergi og 4 svefnherbergi.
Auk þess er líkamsræktarrými á neðri hæð hússins en þar er sérinnfluttur marmari á gólfinu. Á neðri hæðinni er síðan spa með marmaralögðu gólfi og veggjum, heitum potti með nuddi og gufubaði.