Jurgen Klopp, stjóri Liverpool vill að Steven Gerrard stjóri Glasgow Rangers taki við af sér.
Klopp á tæp þrjú ár eftir af samningi sínum og er að koma Liverpool aftur í fremstu röð.
,,Ef Liverpool myndi reka mig á morgun, væri Kenny Dalglish kannski fyrsti kostur en félagið myndi líklega sækja Gerrard fá Glasgow,“ sagði Klopp.
,,Ef ég fengi að ráða hver tæki við af mér, þá væri það Gerrard. Ég hjálpa honum þegar ég get, ef einhver tekur starfið þitt. Er það ekki þeim að kenna, þú varst ekki nógu góður.“
,,Ég er nógu gamall til að skilja, ég gef allt i starfið. Ég er ekki snillingur, ég legg mig 100 prósent fram. Ef það er ekki nógu gott, þá er það þannig.“