fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Vegtollar kalla á mörg hundruð eftirlitsmyndavéla – Milljarðakostnaður og stóri bróðir fylgist með þér

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. september 2019 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef hugmyndir samgönguráðherra um veggjöld verða að veruleika, kallar það á um 380 myndavélar á um 160 stöðum við gatnamót stofnbrauta, ef gjaldtakan á að verða sanngjörn og skilvirk. Kostnaður við uppsetningu slíks kerfis er sagður hlaupa á tugmilljörðum króna. Þetta segir á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

„Rætt hefur verið að bíleigendur borgi vegtolla í samræmi við akstur á stofnbrautunum. Vegna hinna fjölmörgu akstursleiða inn á stofnbrautirnar er ekki um annað að ræða en hafa vegtollamyndavélar við öll gatnamótin. Að öðrum kosti er hætt við að verulegt ójafnvægi verði í greiðslum vegfarenda, allt eftir því hvar þeir koma inn á stofnbrautirnar og fara út af þeim.“

Nefnt er að minnst tvær vegtollamyndavélar þurfi að vera við hver gatnamót, ein fyrir hverja átt sem umferðin fer. Fleiri myndavélar þurfi á gatnamótum með fleiri en tvær áttir:

„Alls má því gera ráð fyrir að minnst 380 myndavélar þurfi til að greina ferðir fyrir innheimtu vegtollanna. Á mörgum stöðum þyrfti að reisa slár yfir stofnbrautirnar til að koma myndavélunum fyrir þannig að þær geti lesið á bílnúmerin.“

Milljarða kostnaður

Ekki liggur fyrir kostnaður vegna uppsetningar af svo umfangsmiklu eftirlitskerfi hér á landi, en FÍB tekur mið af slíkum kerfum í Svíþjóð og Bretlandi:

„Í þessum þremur borgum hafa vegtollar verið lagðir á akstur inn í miðborgirnar til að draga úr umferð þangað, en ekki allt stofnbrautakerfið. Fjárfestingar- og rekstrarkostnaður vegtollakerfisins í kringum kjarna Stokkhólms fyrsta árið (2007-2008) í rekstri var um 200 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna. Árið 2013 var rekstrarkostnaður þrengslaskattkerfanna í Stokkhólmi og Gautaborg 24 milljónir evra eða ríflega 3,2 milljarðar íslenskra króna. Frá apríl 2015 til mars 2016 var rekstrarkostnaður þrengslaskattkerfisins í kringum miðborg Lundúna 90,1 milljón punda, eða um 14 milljarðar króna. Heildartekjurnar í London voru 258,4 milljónir punda á sama tíma.  Reksturskostnaðurinn við Lundúnakerfið var því 35% af tekjunum. Á fyrsta ári innheimtunnar í Lundúnum, 2004, fóru 76% af tekjunum í rekstrarkostnað.“

Stóri bróðir

Á Íslandi í fyrra voru 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ, en fyrirhugað var að setja upp 11 í Kópavogi og sjö til viðbótar í Garðabæ. Þá voru tvær myndavélar á Akureyri. Þær vélar eru reknar af embætti ríkislögreglustjóra og sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að best væri að allar vélarnar yrðu tengdar inn á eitt miðlægt kerfi sem lögreglan gæti notað í daglegum störfum, svo framarlega sem það stæðist persónuverndarlög.

Sú borg sem hefur flestar eftirlitsmyndavélar per íbúa er Chongqing í Kína, en þar eru alls um 2.6 milljónir myndavéla, en íbúar eru um 15.3 milljónir. Það gera um 168 myndavélar á hverja þúsund íbúa, samkvæmt lista Comparitech frá þessu ári. Fimm efstu sætin á listanum skipa borgir í Kína, en í sjötta sæti er London, með tæplega 628 þúsund myndavélar, en íbúar eru um 9.1 milljón. Það gerir um 68 myndavélar á hverja þúsund íbúa.  Á topp 10 listanum eru átta borgir í Kína, ein í Evrópu (London) og ein í Bandaríkjunum, en það er Atlanta.

Ljóst er að með uppsetningu umfangsmikils myndavélakerfis sem greint geta andlit ökumanns, og flett upp á skráningu bílnúmers í tengslum við veggjöld og vegtolla, gefst lögreglu og yfirvöldum færi á að fylgjast með ferðum allra sem keyra um viðkomandi staði, hvort sem viðkomandi líkar það betur eða verr.

Landsmenn vilja aukið eftirlit

Tæplega 70% landsmanna eru hlynntir fjölgun eftirlitsmyndavéla á landinu samkvæmt könnun Zenter fyrir Fréttablaðið í sumar. Alls 30% voru mjög hlynntir slíkri fjölgun og 36% frekar hlynnt. Af þeim sem tóku afstöðu voru 12% andvígir slíkri fjölgun og þar af voru tæplega 5% mjög andvíg.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna