Jose Mourinho, var sérfræðingur Sky Sports á leik Chelsea og Liverpool í gær. Þar ræddi hann um forystu Liverpool á toppi deildarinnar.
Eftir sigurinn á Chelsea í gær er forysta Liverpool aftur fimm stig á Manchester City. Liverpool hefur unnið alla sex leiki tímabilsins.
,,Fimm stiga forskot á Manchester City er ekkert svakalegt. Liverpool mun tapa leikjum, City tapaði gegn Norwich og Liverpool mun tapa stigum. City getur tekið svona skrið eins og Liverpool er á núna,“ sagði Mourinho.
,,Þetta er ekkert svakalegur munur, það er betra að vera á toppnum. Það er betra að horfa niður töfluna. Sigurinn gegn Chelsea hjá Liverpool, var góður.“
Umræðan er hér að neðan.
Jose Mourinho here on Liverpool’s early advantage in the title race and how they have to improve. pic.twitter.com/m2eJCVb2oi
— DAVID JONES (@DavidJonesSky) September 23, 2019