Paste-tímaritið stóð fyrir valinu
Paste-tímaritið birti á dögunum athyglisverðan lista yfir bestu hryllingsmyndir sögunnar. Tímaritið hefur ófáa kvikmyndasérfræðinga á sínum snærum og völdu fulltrúar blaðsins hundrað bestu hryllingsmyndirnar.
Óhætt er að segja að á listanum kenni ýmissa grasa og raða margar þekktar myndir sér í efstu sætin. Elsta myndin á listanum kom út árið 1917 og sú nýjasta á þessu ári, árið 2017. Á toppnum trónir mynd Williams Friedkins, The Exorcist, frá árinu 1973, en myndin fær hárin á þeim allra hörðustu enn til að rísa. Hér að neðan má sjá efstu tíu sætin en neðst í fréttinni má finna slóð á listann í heild sinni.
1.) The Exorcist, 1973, í leikstjórn William Friedkin
2.) The Shining, 1980, í leikstjórn Stanley Kubrick
3.) Alien, 1979, í leikstjórn Ridley Scott
4.) Psycho, 1960, í leikstjórn Alfred Hitchcock
5.) The Thing, 1982, í leikstjórn John Carpenter
6.) Let the Right One In (Låt den rätte komma in), 2008, í leikstjórn Thomas Alfredson
7.) Jaws, 1975, í leikstjórn Steven Spielberg
8.) Dawn of the Dead, 1978, í leikstjórn George A. Romero
9.) The Innocents, 1961, í leikstjónr Jack Clayton
10.) An American Werewolf in London, 1981, í leikstjórn John Landis