fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Tíu frægustu framhjáhöldin sem vöktu gríðarlega athygli – Svaf hjá eiginkonu vinar síns og mun aldrei gleyma því

433
Sunnudaginn 4. júní 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumenn eru svo sannarlega ekki alltaf englar hvort sem það sé innan eða utan vallar. Nánast í hverri viku fáum við fréttir af knattspyrnumönnum sem hafa komið sér í vandræði fyrir alls konar fíflalæti og heimsku.

Í kvöld rákumst við á athyglisverðan lista þar sem skoðað er tíu frægustu framhjáhöld knattspyrnumanna. Á listanum eru nöfn sem allir eiga að kannast við eða þeir sem hafa fylgst eitthvað með knattspyrnu síðustu ár.

Við byrjum listann á Mesut Özil, leikmanni Arsenal.

10. Mesut Özil

Það var enginn annar en Christian Lell, fyrrum leikmaður Bayern Munchen, sem ásakaði Özil um framhjáhald. Lell segir að Özil hafi stundað mök með kærustu sinni Melanie Rickinger. Lell fann skilaboð á spjallforritinu WhatsApp á milli özil og Rickinger.

9. Olivier Giroud

Frakkinn hefur verið giftur frá árinu 2011 en hélt framhjá eiginkonu sinni með fyrirsætunni Celia Kay. Giroud þurfti að biðjast afsökunar opinberlega eftir að myndavélar gómuðu hann með Kay.

8. Patrice Evra

Evra hélt framhjá eiginkonu sinni er hann spilaði með Manchester United. Playboy fyrirsætan Carla Howe er sú sem Evra svaf hjá. Hún opnaði sig síðar um framhjáhaldið og segir að Evra hafi leynt því að hann hafi verið giftur og átt sex ára gamlan son.

7. Franck Ribery

Ribery og liðsfélagar hans í franska landsliðinu, Sidney Govou og Karim Benzema hittu stelpu að nafni Zahia Dehar árið 2010. Þeir borguðu Zehar fyrir eina nótt á hótelherbergi en síðar kom í ljós að hún væri aðeins 17 ára gömul. Knattspyrnumennirnir vissu þó ekki af því.

6. Ashley Cole

Cole er af mörgum talinn einn besti vinstri bakvörður allra tíma. Cole var lengi giftur söngkonunni Cheryl Cole en þau eru skilin í dag. Árið 2008 kom í ljós að Cole hafði haldið framhjá konu sinni ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar.

5. Thierry Henry

Henry var giftur bresku fyrirsæitunni Claire Merry en þau voru gift frá 2003 til 2007. Skilnaðurinn kostaði Henry 8 milljónir punda en hann hélt framhjá Merry með sænskri konu að nafni Sadie Hewlett.

4. Royston Drenthe

Þessi fyrrum vonarstjarna Real Madrid má skammast sín fyrir hans hegðun. Drenthe hélt framhjá eiginkonu sinni er hún var ófrísk af öðru barni þeirra. Drenthe játaði að hafa sofið hjá fyrirsætunni Malena Gracia.

3. John Terry

Það ættu allir að kannast við framhjáhald John Terry en hann var á þessum tíma leikmaður Chelsea. Terry svaf hjá eiginkonu liðsfélaga síns, Wayne Bridge en þeir voru góðir vinir. Vinátta þeirra er hins vegar engin í dag og gaf Bridge það út seinna að það væri ómögulegt fyrir hann að spila með Terry og lagði landsliðsskóna á hilluna.

2. Wayne Rooney

Rooney hefur margoft verið ásakaður um framhjáhald. Margar konur hafa stigið fram og sagst hafa sofið hjá Rooney en hann er þó enn með eiginkonu sinni, Colleen.

1. Ryan Giggs.

Það versta á þessum lista. Giggs svaf hjá eiginkonu bróður síns, Rodri í heil átta ár. Ryan baðst afsökunar árið 2015 en Rodri hefur aldrei fyrirgefið bróður sínum og er hægt að skilja af hverju. Bræðurnir enduðu báðir einhleypir eftir þennan fjölskyldu harmleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Í gær

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England