Liverpool tapaði fyrir Napoli í vikunni en leikið var í Meistaradeild Evrópu. Liverpool vann keppnina á síðustu leiktíð en Napoli hafði betur í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Andy Robertson, bakvörður liðsins átti ekki sinn besta dag og fékk hárblástur á samfélagmiðlum efitr leik.
Robertson átti erfitt með að þola það og ákvað að eyða Twitter aðgangi sínum, eftir leik. Hann fékk líka mikið af ljótum skilaboðum. ,,Lærðu að tækla heimskingi,“ sendi einn stuðningsmaður Liverpool á hann en Robertson fékk dæmda á sig, umdeilda vítaspyrnu í 2-0 tapinu.
,,Farðu og stundaðu mök við rollu,“ skrifaði annar aðili og fleri ljót skilaboð biðu Robertson eftir leik. Hann ákvað því að eyða aðgangi sínum.
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool hefur tjáð sig um málið. ,,Hann er andlega mjög sterkur, hann hefur talið þetta vera besta skrefið fyrir sig,“ sagði Trent.
,,Ég held að allir leikmennirnir hafi sent honum skilaboð eða talað við hann, til að sja til þess að allt væri í lagi.“